Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 39
41
varanlegrar ræktunar, er harkaræktaðar sáðsléttur, við-
kvæmastar á fyrsta ári, skila sér óspjallaðar undan kal-vetri
og vori, eins og því sem þá reið yfir. Hvað má ekki verða
þegar bændur ná sér á strik og komast upp á að rcekta góð
tún, sem gefa meira töðufall og betri töðu við minni til-
kostnað í áburði, heldur en nti tíðkast. Þegar þetta hefir
áunnizt vegna þess, að allar nýræktir hafa að stofni verið
rœktaðar til frjósemdar.
Allt virðist þetta vera Skerpiplógnum óviðkomandi.
Hann hefir ekki verið tilnefndur í sambandi við kalvorið
1968. Er þó líklegt að eitthvað af því landi, er þá kól stór-
lega hafi þó verið mýrlendi plægt Skerpiplægingu.
En þó er það svo að allt þetta kemur Skerpiplógnum
mikið við. Af þeirri einföldu en mikilsverðu ástæðu, að
hann er mikið og gott jarðvinnsluverkfæri, sem nú er völ
á að nota í ræktunarframsókninni, að því marki að aflétta
harkaræktuninni, rækta tún betnr og varanlegar — og sem
sagt, til fullrar frjósemdar. F.nn mun mikið af því landi,
sem ræktað verður, vera mýrlendi, þar sem Skerpiplæging
á vel við, sem hin fyrsta frumvinnsla. Að því hníga mikil
rök — og reynsla, þótt ráðamenn reyni nú að dæma þá
tækni úr leik.
I því sambandi þarf einnig að koma til gagnger endur-
skoðun á starfsháttum ræktunarsambandanna og vélakosti
þeirra (jarðvinnsluverkfærum), með tilliti til eðlilegrar
verkaskiptingar á milli sambandanna annars vegar og bænd-
anna sjálfra hins vegar. Verulegar umbætur á nýræktun og
túnrækt eru óhugsandi nema til komi aukin störf þeirra
sem jarðirnar sitja, sem árleg heimilisvinna á býlum þeirra.
En allt er þetta í sjálfheldu, ennþá sem komið er. Og
ræktunarmálin losna ekki úr þeirri sjálfheldu fyrr en ráða-
menn þeirra mála fara að líta með nýrri sjón yfir sviðið,
söðla um í löggjöf um ræktun, jarðræktarkennslu og leið-
beiningum. Það er sannarlega kominn tími til að horfast
í augu við það og játa, að það sem lengi var gott og meira
að segja ágætt á þessu sviði, á ekki alls kostar vel við leng-
ur, og að nú er kominn tími til að taka upp nýja stef?m i