Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 54
50
minni hlutinn (Jón Pálmason og Pétur Ottesen), afgreiða
það með rökstuddri dagskrá, en meiri hlutinn (Bjarni As-
geirsson, Páll Zóphaníasson og Emil Jónsson), samþ. það
með allmiklum breytingum. Var frumvarpið samþykkt við
3. umræðu í Nd. með 14:5 atkv., og í Ed. með 10:2 atkv.,
og varð að lögum, (lög nr. 91, 23. júní 1936). Samkvæmt
þeim skyldi stofna garðyrkjuskóla að Reykjum í Ölfusi.
Skólinn skyldi rekinn sem sjálfstæð stofnun á ábyrgð ríkis-
ins. Kennsla bæði verkleg og bókleg. Verklega kennslan
með námskeiðum 3—4 mán., vor og sumur við ræktun al-
gengra garðávaxta, og tveggja til þriggja ára verknám fyrir
þá, sem vildu verða fullnuma í garðyrkju. Bóklega námið
skyldi standa yfir allt að einu ári, og nemendur fá í skólan-
um ókeypis húsnæði og kennslu. Launakjör fastra starfs-
manna í samræmi við launakjör kennara bændaskólanna.
Garðyrkjuskólinn.
Eftir að frumv. um stofnun garðyrkjuskóla var komið í
gegnum þingið, og búið var að samþykkja lögin, var mikið
í mun að til forstöðu skólans veldist vel menntaður og
áhugasamur maður.
Jónas Jónsson frá Hriflu var um það leyti á ferð í Dan-
mörku, og hét á ungan kandidat við Landbúnaðarháskólann
í Kaupmannahöfn, Unnstein Ólafsson frá Stóru-Ásgeirsá í
Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, að taka að sér veg og
vanda á Reykjum, ef stjórnin leitaði til hans. En eins og
Jónas Jónsson segir sjálfur: „Ég gat ekkert boðið og hann
engu lofað.“
Það varð úr að stjórnin fól Unnsteini Ólafssyni forstöðu
Garðyrkjuskólans. Unnsteinn var 26 ára að aldri, er hann
tók við skólastjórninni, giftur danskri konu, Elnu fæddri
Christiansen og var hann fyrsti Islendingurinn sem lauk
kandidatsprófi frá háskóla í garðyrkju.
Þar sem lítil reynsla og skilningur var fyrir hendi hér á
landi við stofnun Garðyrkjuskólans, hvíldi mikill vandi á
forráðamanni skólans, þegar í byrjun. Mátti búast við marg-