Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 68
70
atvinnugrein. Fyrir ekki svo ýkjamörgum árum mátti telja
garðyrkjumenn á fingrum sér, en framleiðslan á garða- og
gróðurhúsaafurðum hefur á síðustu árum aukizt hröðum
skrefum, og er ylræktin án efa ein glæsilegustu greina land-
búnaðarins, sem byggir á hinni miklu og að mestu ónotuðu
hitaorku, sem er hér á landi. Einnig hafa verkefnin á sviði
skrúðgarðyrkjunnar farið ört vaxandi á síðustu árum og
bíða þar stór verkefni í framtíðinni. Ennfremur má án efa
stórauka úti-matjurtaræktunina í framtíðinni. I dag viður-
kenna allir þörf menntunar og skólanáms, ekki síður í garð-
yrkju en í svo mörgum öðrum greinum, og fjölbreyttari
ræktun, meiri sérhæfing og auknar ræktunarkröfur í garð-
yrkju, krefjast aukinnar menntunar.
Útdráttur úr reglugerð
Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Olfusi.
1. grein.
Skólinn heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. Landbúnaðarráðherra
hefur á liendi yfirstjórn hans og skólahússins.
3. grein.
í skólanum skal fara fram bæði bókleg og verkleg kennsla.
Þeir, sem stunda fullnaðarnám við skólann, skulu njóta bóklegrar
kennslu í 3 vetur á tímabiiinu 1. nóvember til 1. marz, hvert skólaár,
alls í i2 mánuði.
Ennfremur skulu nemendur stunda verknám við skólann i li/2 mán-
uð eftir 1. og 2. bekk, alls í 3 mánuði.
Að öðru leyti skulu gróðurhúsagarðyrkjunemar og nemendur í al-
mennri garðrækt, vinna við skólann eða á viðurkenndum garðyrkju-
búum undir handleiðslu garðyrkjumanns. Skrúðgarðyrkjunemar skulu
vera á verknámssamningi hjá starfandi skrúðgarðyrkjumeistara sam-
kvæmt ákvæðum iðnfræðslulöggjafarinnar.
Verknámskennslu skal annars aðallega þannig fyrir komið:
1. Allt að tveggja ára verknám fyrir þá, sem vilja verða fullnuma í
garðrækt.
2. Allt að fjögurra mánaða námskeið fyrir byrjendur.
3. Allt að fjögurra mánaða námskeið fyrir fullnuma garðyrkjunema.
4. Allt að mánaðar námskeið í matreiðslu og hagnýtingu grænmetis.