Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 69
71
5. grein.
Skriflega beiðni um inntöku skal senda skólastjóra skólans. Hann
veitir inntöku í skólann og tilkynnir umsækjanda veitinguna. Til inn-
töku í bóknámsdeild útheimtist:
a. Að umsækjandi sé fullra 15 ára.
b. Að hann hafi óflekkað mannorð og sé ekki haldinn neinum smit-
andi sjúkdómi.
c. Að umsækjandi gefi skriflegt loforð um, að hann neyti ekki áfengra
drykkja i húsakynnum skólans eða á skólalóðinni, meðan hann
stundar þar nám og dvelur þar.
d. Að umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi (þ. e. a. s. prófi upp úr
3. bekk gagnfræða- eða miðskóla), eða hlotið svipaða menntun.
e. Að umsækjandi hafi stundað verknám í garðyrkju a. m. k. í hálft
ár eftir 14 ára aldur.
Akvæði þau, sem tilgreind eru undir staflið b og c, gilda einnig um
inntöku í verknámsdeild skólans.
Læknisvottorð, skírnarvottorð og skilríki fyrir því, að umsækjandi
fullnægi framangreindum atriðum, skulu fylgja inntökubeiðni.
6. grein.
Frá einstökum framantöldum atriðum i gr. 5 má þó veita undan-
þágu, ef sérstakar ástæður mæla með. Umsækjendur, er hlotið hafa
góða undirbúningsmenntun, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir við inn-
töku í skólann, en annars skal lögð áherzla á að veita öllum þeim, sem
uppfylla ofangreind skilyrði í gr. 5, inntöku í skólann.
7. grein.
Enginn getur lokið burtfararprófi úr bóknámsdeild skólans nema að
hann hafi stundað verknám í 2 ár, þar af eigi skemur en 3 mánuði í
garðyrkjuskólanum, en að öðru leyti á viðurkenndum garðyrkjubúum
undir handleiðslu garðyrkjumanns eða verið á verknámssamningi hjá
skrúðgarðyrkjumeistara, sé um skrúðgarðyrkjunema að ræða.
IV. KAFLI.
Námsejni og kennsla.
19. grein.
í bóknámsdeild skólans skal kennslan fara fram í fyrirlestrum með
yfirheyrslum, starfsæfingum með námsferðum í garðyrkjustofnanir og
með því að fá nemendum verkefni til skriflegrar úrlausnar, rannsókn-
ar, rannsóknum og tilraunum. Allt eftir ákvörðun skólastjóra og kenn-
ara.