Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 74
THEODÓR GUNNLAUGSSON frá Bjarmalandi:
Um laufhey og laufheyskap
„Hvað er laufhey?“
í „Arsriti Ræktunarfélags Norðurlands“, 1967, bls. 79,
hefst ritgerð með þessari yfirskrift eftir ritstjórann, Jóhann-
es Sigvaldason.
F.g minnist ekki að hafa séð þessa spurningu fyrr á prenti,
enda rak ég upp stór augu, og las hana strax, mér til mik-
illar ánægju. Ég vil því byrja á því að þakka greinarhöfundi
— mætavel — fyrir áhuga hans og athuganir á þessu sviði,
og sömuleiðis öllum þeim, er lögðu honum þar lið.
Meðan ég var að lesa fyrrnefnda ritgerð og athuga meðf.
töflur um tegundafjölda, tegundaheiti og hlutföll þeirra í
þessu laufheyi, ásamt steinefnamagni þeirra, flaug margt
um hugann, og minningarnar þustu að, með háreisti og
handapati. Endirinn varð því sá, að þeirra vegna kemst ég
ekki hjá að leggja nokkur orð í belg ,ef tími gefst. Svo er
það líka ýmislegt, sem greinarhöfundur drepur sjálfur á, og
ég vil undirstrika. Aðeins tvennt nefni ég þó hér: Hann
spyr: „En hvað er svo lauf eða laufhey?" Því svarar hann á
þessa leið: „Eftir því, sem næst verður komizt af frásögn-
um kunnugra, þá mun aðaluppistaða í laufi eða laufheyi
vera loðvíðir ("Salix lanata)“.
Þetta er alveg rétt, og er þá raunar kjarna spurningarinn-
ar svarað. En í lok ritgerðarinnar segir svo greinarhöfundur:
„Laufheyskapur er einn þáttur í búskaparháttum, er nú eru
óðum að leggjast af og gleymast. Sagnir um laufheyskap og
laufhey, meðferð þess á engi og tóft, eru örugglega margar
til, en ekki skráðar. Væri því fengur í ef þeir, sem til þessa