Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 77

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 77
79 leyndi sér ekki, að þeir höfðu séð kindur sækjast mjög eftir honum, þegar flest annað var hulið gaddi. Við laufheyskap. „Mér sýnist mega fara að bera niður“, heyrði ég oft föður minn og fleiri segja, ef þeir höfðu séð einhvern blett þar sem loðvíðir var orðinn svo laufgaður, að hann freistaði þeirra. I góðum vorum var oft byrjað að slá lauf, um og eftir miðjan júní, því bæði var þá girnilegt að nota þurrk- ana, sem þá gáfust oft góðir, og svo var ekkert dýrmætara en að fá sem mest af laufi, áður en túnasláttur byrjaði. Og til marks um það, hve þeir, sem sjálfir áttu engan blett að bera niður í, nema túnin, voru lítillátir, þegar þeir fóru fram á að fá lánaða örlitla skák, á útengi, hjá nágrannanum, eru orð eins bóndans, sem sagði: „Það nægir mér, ef ég hef eina lambtuggu eftir ljáfarið.“ En um þennan sama bónda áttu vel við síðustu orðin í hinni snjöllu stöku, eftir skáldið, sem þá bjó í Kílakoti í Kelduhverfi. Hann orti hana um vin sinn austur í Vopnafirði. Vísan er svona: „Skarðan drátt frá borði bar, barna að háttum glaður. Völl hann átti en hann var enginn sláttumaður.“ Þar sem mjög var sandlent, þótti slæmt að slá nema að þurrt væri á jörð, og þó enn síður að raka. Hvort tveggja þurfti þvi helzt að gerast þegar þurrt var á. Mjög víða var þó svo mikið af vinglum, língresi og öðrum jurtum, sem uxu innan um loðvíðinn, að ekki barst sandur í hann við raksturinn, en einmitt slikir blettir voru valdir fyrir flekk- stæði, hverju sinni. Stundum var því byrjað að slá, áður en lokið hafði verið við að þvo og þurrka ullina, sem þá var óumflýjanlegt á hverjum bæ, alveg eins og að færa frá, sitja kvíaær og mjalta þær kvölds og morgna. Þá kallaði margt að, en glampandi sólskinsdagar voru freistandi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.