Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 80

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 80
82 kollinn á heyi, sem þakið var frá báðnm endum. Sumir höfðu líka til að snúa grassverði torfunnar niður, og töldu að betur vörðust þannig fyrir úrkomum og heyið myglaði síður undir torfinu. Aðrir töldu aftur á móti hættara við að torfið þorn- aði, í miklum vindum, og fyki burtu. Stundum voru einnig settar torfur fyrir enda heysins. Allt var þetta með ráði gert. Þegar svo heyið hafði eitthvað sigið, voru stungnir hnausar, skammt frá því, og raðað utan með, þannig að þeir efstu risu á röð og náðu þá vel torfuendunum. Eins var raðað fyrir stafnana, ef engar voru þar torfurnar. Eftir að hnausar og torf fraus, var engin hætta á að kindur kæm- ust i svona frágengin hey, enda kom það sér betur, því oft sóttu kindur fast á að komast í þau. Þá var ekki gaddavír- inn, og þaðan af síður vírnetin, til að girða um þau. En oft urðu það söguleg ferðalög, þegar hevin voru sótt á veturna, venjulega á útmánuðum, þegar harðfenni var, og þá brekk- ur niður að fara með ækin, en aðeins kaðaltaugar í sleð- anum, því trékjálka fóru menn ekki að nota hér fyrr en eftir aldamótin síðustu. Stundum kom fyrir að hestar fæld- ust og fór þá gamanið að grána. Þessi snemmslegnu laufhey, þótt fjarri væru bæ, komu sér þó stundum betur en silfur og gull, hjá mörgum, í hörð- um vetrum og vorum. Og þá var gleðin ósvikin yfir því, að hafa lagt sig allan fram við að ná þeim saman, þótt oft kostaði það sextán til átján stunda vinnudag og þá venju- lega af kappi sótt. Að binda bagga úr laufheyi, svo vel væri, var vandaverk, þegar flytja jrurfti langan veg, eða frá fimm og upp í fimm- tán km leið og jafnvel lengra. Bezt var að taka föng úr sát- um eða lönum, svo jafnt kæmi niður á reipin, og þannig troðinn bagginn, að silin, sem smeygt var upp fyrir klakk- inn á klifberanum, kæmi hæfilega ofarlega, lægi slétt við hestinn (reiðinginn) og myndaði ekki frákast, sem kallað var. Ekki máttu heldur baggarnir vera mjög síðir, því oft voru djúpar götur, á þeirri leið, sem fara þurfti, og ekki þótti gott til afspurnar, ef laufröst lá eftir á götubökkunum. Mesta lagni þurfti þó til að binda laufbagga, þegar velt var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.