Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 81

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 81
83 á reipin. Þau voru lögð ofan á sáturnar, frá enda til enda, þó þannig að silinn var talsvert frá jörð. Tveir menn veltu svo sátunum um þannig, að annar tók um silann, en hinn um töglin, sem ekki máttu þá vera of gleið eða náin, á kolli sátunnar, strengdu á þeim og seildust jafnframt með hinni hendi inn undir miðju sátunnar, og snöruðu henni upp í loft. Varð þá alltaf að taka hæfilega í silann, svo hann kæmi á réttan stað, þegar briið var að jafna og troða baggann af þeim, sem togaði i' töglin. Þá var bagganum velt á silann, reyrður þvert yfir og taglendar bundnir saman að aftan, og þess ávallt gætt að ekki væru langir endar. Allt fór þetta í vana og varð leikur einn fyrir karlmann með kven- manni eða unglingi til aðstoðar. Stundum kom það fyrir, að sá, er batt með kvenmanni, er hélt um hagldirnar, svo að reipin rynnu ekki til baka eftir átakið, að sá, er reyrði, kippti svo knálega í, að bagg- inn reis upp á endann og stúlkan steyptist yfir sig, til gagn- kvæmrar gleði fyrir bæði og einnig þá, sem eftir því tóku. Síðast var svo tekið utan úr bagganum, það lausasta með höndunum, og hann látinn liggja á silanum, svo að sú hlið- in yrði sléttari, ef bíða þyrfti eitthvað, þar til settur væri upp á hestana. Oft þurfti sá, er með lestina fór, að fara af baki, ef bagg- arnir reyndust misþungir, meðan þeir voru að setjast, sem kallað var, þ. e. fá betra jafnvægi, verða stöðugri á reið- ingnum. Sumir hestar sóttu mjög á að fara eftir dýpstu götunum og vildu þá oft stíga í tauminn, sem smeygt var á klakkinn á næsta hesti á undan, eða öllu heldur kippa í og slíta hann, heldur en að fara upp úr götunni, enda stundum ekki auðvelt. Oft voru slíkir hestar kallaðir húðar- jálkar eða mestu þjarkar, og einnig trogberar. Siðslægjur. Á eftir túnaslætti var oft fast sótt til heyskapar í graslaut- ir, höll og bolla, þar sem hægt var að slá, þótt oft væri þar lítið meira en lambtugga eftir ljáfarið, eins og maðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.