Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 100
102
virkjagerð. Jafnvel mun svo fara, að menn eða fyrirtæki
sneiða hjá þeim stöðum, til mannvirkjagerðar, sem fyrir-
fram eru kunnir að sérstöku náttúrufari, eða við getúm
leyft okkur að vona, að þeir geri það.
Þessvegna er áætlunargerðin nauðsynleg, og mun þá sjald-
an vera hugsað of langt fram í tímann, en oftar of skammt.
Kannske er skammsýnin mesti óvinur náttúruverndarmála,
að fégræðginni undantekinni.
Náttúrugripasafnið á Akureyri hefur á undanförnum ár-
um unnið að söfnun hvers konar heimilda um náttúrufar
í Norðlendingafjórðungi. Mun því hvergi vera saman komin
meiri þekking um þann landshluta á einum stað. Virðist
því eðlilegt, að safnið hafi framvegis hönd í bagga með nátt-
úruverndarmálum í fjórðungnum, eins og Náttúrufræði-
stofnunin í Reykjavík hefur með náttúruverndarmálum al-
mennt fsbr. skipan náttúruverndarráðs). Er enda ólíklegt
að nokkru meiri háttar náttúruverndarmáli verði héðan af
ráðið til lykta í fjórðungnum, nema með aðstoð náttúru-
gripasafnsins og þeirrar þekkingar sem það hefur yfir að
ráða.
Ennfremur má geta þess, að nú er í undirbúningi stofnun
rannsóknarstöðvar fyrir almennar náttúrurannsóknir á Ár-
skógsströnd, og rætt hefur verið um stofnun slíkra stöðva
við Mývatn og við Hópið í Húnavatnssýslu. Þá er og hafinn
undirbúningur að stofnun náttúrugripasafns á Húsavík,
sem væntanlega mun taka að sér heimildasöfnun og rann-
sóknir á Þingeyjarsýslum sérstaklega.
Gildi almennra náttúrurannsókna fyrir náttúruvernd
verður seint ofmetið, og raunar eru þetta óaðskiljanleg hug-
tök í nútíma þjóðfélagi. — Án rannsókna verður engin skyn-
samleg náttúruvernd framkvæmd.
Næst er þá að athuga, hvort Norðurland hafi að einhverju
leyti sérstöðu hvað snertir náttúrufar á Islandi, eða ein-
stakir staðir í þeim landshluta.
Að landslagi og landmótun skiftist Norðurland eðlilega
í tvo hluta, þ. e. Þingeyjarsýslur, að Skjálfandafljóti annars
vegar, en landið vestan Skjálfandafljóts hins vegar. Á eystra