Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 106
108
Hugsanlegt væri jafnvel að flytja þangað nýjar dýrateg-.
undir, að vel athuguðu máli, og dettur mér í hug snæhér-
inn í því sambandi. Jafnframt virðist svæðið vel fallið til
hvers konar útilífs, og til þess er það vel í sveit sett ef svo
má segja, því það liggur í svo að segja miðju Norðurlandi,
og er þangað stutt frá öllum helztu þéttbýlissvæðum fjórð-
ungsins.
4. Héðinsfjörður og Hvannadalir. Þetta svæði er um 60
ferkílómetrar. Um það er margt það sama að segja og Flat-
eyjarskagann, enda eru þessi svæði nágrannar, sitt hvorum
megin Eyjafjarðar. Það er hér einkum talið, vegna þess að
það er í eyði, og litlar líkur á uppbyggingu þar. Ég er svæð-
inu lítið kunnugur, hef aðeins séð það af sjó, en náttúru-
fegurð er sögð þar mikil, og gróður auðugur. í Héðinsfirði
er dálítið vatn, innan við fjarðarbotninn, og mun það meira
eða minna sjé)blandað.
5. Þorvaldsdalur. Dalur þessi klýfur fjallgarðinn milli
Árskógsstrandar og Hörgárdals, og er um 20 km á lengd
milli byggða, en flatarmál hans með þverdölum er um 70—
80 ferkm. Það sem einkum setur svip á dalinn eru mörg,
stór framhlaup, sem j>ar hafa orðið úr austurhlíðinni, sum
J)eirra nýleg (það síðasta gerðist vorið 1959). Hafa þau stífl-
að ána hvað eftir annað, og hafa þá myndazt stöðuvötn,
sem síðan hafa að mestu fyllzt af framburði. Er dalbotninn
því allur í stöllum, og liðast áin þar lygn milli grænna
hólma.
Að þessu leyti á dalurinn sér fáar hliðstæður, nema et
vera skyldi Stífluna í Fljótum (Austur-Fljót). Vestur úr aðal-
dalnum ganga margir þverdalir, og eru skriðjöklar í botn-
um þeirra. Dalurinn hefur verið í eyði síðan um 1930 en
er nytjaður sem beitiland á sumrum. Kjarrleifar eru víða
utantil í dalnum, og myndu þær sennilega vaxa upp, ef
beitin minnkaði. Þar .finnst og villtur reyniviður, og berja-
land er þar allgott.
Höfundur þessarar greinar, hefur á undanförnum árum
unnið að því að koma á fót almennri náttúrurannsóknar-
stöð á Árskógsströnd, skammt frá mynni Þorvaldsdals. Er