Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 110
112
æskilegast að búseta verði sem minnst á þessum svæðum, og
öllum landnytjum sem mest í hóf stillt, þótt einnig kunni
að finnast undantekningar frá þeirri reglu. Mestu máli
skiptir að landið sé ekki skemmt svo að það bíði þess ekki
bætur, og sama máli gegnir um lífríki þess, dýralíf og gróður.
Garnan hefði verið að telja upp hin fjölmörgu smásvæði
eða staði, sem ástæða er til að vernda á Norðurlandi, sökum
sérkennilegs landslags, auðugs dýralífs eða gróðurs. En það
er hvort tveggja, að greinin er nú orðin ærið löng, og eins
að slík upptalning yrði varla fugl né fiskur, nema fleiri
leggi þar sitt lið. Er það tilvalið verkefni náttúruverndar-
samtakanna og náttúruverndarnefndanna að beita sér fyrir
gerð slíkrar skrár. Ekki mun ég heldur reyna að telja upp
hin mýmörgu, einstöku náttúrufyrirbæri, sem vissulega þarf
að vernda í fjórðungnum. Slíkt verður ekki gert nema með
mikilli staðkunnáttu.
Náttúruvernd er margþætt mál og grípur inn á flest svið
mannlegs lífs. A síðustu árum hefur margt komið til, sem
til skamms tíma var óhugsandi. Jafnframt hefur nýjar blik-
ur dregið á loft, og uggur mannanna aukizt. Ymis konar
tilbúnum eiturefnum er nú dreift um alla jörðina, viljandi
eða óviljandi. Ein kjarnorkusprengja getur eytt mestöllu
lífi landsins. Eitt olíuskip, sem færist við landið, gæti grand-
að svo til öllum sjófuglum. Allur fiskur í heiminum inni-
heldur nú orðið DDT. Hverju þetta og önnur eiturefni
kunna að valda, veit ennþá enginn, en flestir eru þó á einu
máli um að það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar. Plast-
efnin dreifast um jörðina og sæinn, og geta ekki eyðzt.
Hvernig verður heimurinn árið 2000 ef svo heldur fram
sem horfir? Hér er aðeins eitt svar: afturhvarf frá þessari
helstefnu gróðahyggjunnar. Við verður að fara að vera skyn-
samir og stunda náttúruvernd. Aðeins á þann hátt getum
við vænzt þess, að afkomendur okkar geti búið á þessari jörð.
Náttúruvernd er ekki lengur neitt einkamál fáeinna feg-
urðardýrkenda, hún er allsherjarlífsstefna.
—o—