Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 110

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 110
112 æskilegast að búseta verði sem minnst á þessum svæðum, og öllum landnytjum sem mest í hóf stillt, þótt einnig kunni að finnast undantekningar frá þeirri reglu. Mestu máli skiptir að landið sé ekki skemmt svo að það bíði þess ekki bætur, og sama máli gegnir um lífríki þess, dýralíf og gróður. Garnan hefði verið að telja upp hin fjölmörgu smásvæði eða staði, sem ástæða er til að vernda á Norðurlandi, sökum sérkennilegs landslags, auðugs dýralífs eða gróðurs. En það er hvort tveggja, að greinin er nú orðin ærið löng, og eins að slík upptalning yrði varla fugl né fiskur, nema fleiri leggi þar sitt lið. Er það tilvalið verkefni náttúruverndar- samtakanna og náttúruverndarnefndanna að beita sér fyrir gerð slíkrar skrár. Ekki mun ég heldur reyna að telja upp hin mýmörgu, einstöku náttúrufyrirbæri, sem vissulega þarf að vernda í fjórðungnum. Slíkt verður ekki gert nema með mikilli staðkunnáttu. Náttúruvernd er margþætt mál og grípur inn á flest svið mannlegs lífs. A síðustu árum hefur margt komið til, sem til skamms tíma var óhugsandi. Jafnframt hefur nýjar blik- ur dregið á loft, og uggur mannanna aukizt. Ymis konar tilbúnum eiturefnum er nú dreift um alla jörðina, viljandi eða óviljandi. Ein kjarnorkusprengja getur eytt mestöllu lífi landsins. Eitt olíuskip, sem færist við landið, gæti grand- að svo til öllum sjófuglum. Allur fiskur í heiminum inni- heldur nú orðið DDT. Hverju þetta og önnur eiturefni kunna að valda, veit ennþá enginn, en flestir eru þó á einu máli um að það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar. Plast- efnin dreifast um jörðina og sæinn, og geta ekki eyðzt. Hvernig verður heimurinn árið 2000 ef svo heldur fram sem horfir? Hér er aðeins eitt svar: afturhvarf frá þessari helstefnu gróðahyggjunnar. Við verður að fara að vera skyn- samir og stunda náttúruvernd. Aðeins á þann hátt getum við vænzt þess, að afkomendur okkar geti búið á þessari jörð. Náttúruvernd er ekki lengur neitt einkamál fáeinna feg- urðardýrkenda, hún er allsherjarlífsstefna. —o—
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.