Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Síða 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Síða 7
síðar átti þetta félag þó við ýmsan vanda að etja en sá vandi hefur ætíð verið leystur með góðri hjálp aðstandenda og vel- unnara og nú er það orðið sjötíu og fimm ára, sjálfsagt svolítið grátt í vöngum en kempulegt enn. Á hálfrar aldar afmæli Rf. ritaði Steindór Steindórsson, fyrrverandi skólameistari og um langt árabil stjórnarmaður Rf., sögu þess fram til þess tíma. Er það ítarlega gert og skilmerkilega og í þeim texta, sem hér fer á eftir er hvorki ætlun að endurtaka nokkuð að ráði né kryfja frekar til mergjar, heldur taka upp þráðinn og rekja söguna fram á okkar dag, þessi 25 ár sem síðan eru liðin. Þeir sem vildu skoða sögu Rf. lengra aftur er bent á ritgerð Steindórs, en hún birtist í ársriti félagsins 1953. Áður en skilist er við þennan inngang og að aðalefni snúið, er þó rétt að geta í örfáum orðum um upphaf Rf. Steindór Steindórsson segir í inngangi að sögu Rf. 1903-1953 að breytingarnar á því tímabili hafi verið svo miklar og margar eða eins og orðrétt stendur, „nærri liggur að oss sundli, og oss, sem erum á miðjum aldri þykir næstum því ótrúlegt, að vér skulum hafa lifað allt þetta breytinga tímabil“. Ei veit ég hvort Steindóri Steindórssyni hefur órað fyrir því að breyt- ingar allar myndu halda áfram, ef nokkuð, þá með enn meiri hraða næstu 25 ár. En segja má með sanni að risaskref um- byltinga í búskap, sem í þjóðlífi öllu, hafi orðið á þeim aldar- fjórðungi er nú er liðinn frá því áðurnefnd orð voru rituð og enn er Steindór Steindórsson á lífi og í fullu fjöri. I upphafi þessarar aldar eru allmiklar hræringar i þjóðlífi okkar íslendinga, má e.t.v. segja að við séum að vakna af 1000 ára svefni. Einn angi þessara umbrota var stofnun Ræktun- arfélags Norðurlands þar sem framfarasinnaðir menn þóttust eygja með þessari félagsstofnun leið til betri kjara og betra lífs hjá bændafólki í sveitum Norðurlands. Árið 1902 var gerð skipulagsbreyting á Hólaskóla og þangað réðst nýr skólastjóri, Sigurður Sigurðsson. Með komu hans og þeim ferska andblæ, sem hann bar utan úr löndum var bryddað upp á ýmsum nýjungum í búnaðarfræðslu, m.a. bændanámsskeiðum, en það fyrsta þeirra var háð á Hólum veturinn 1903. Á þeim 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.