Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 23
um tvisvar og þar að auki varð tími ráðunauta minni til jarðvegssýnatöku þegar meira var gert í heysýnum. Auk þessara sýna frá bændum hefur verið efnagreint all- mikið af sýnum úr tilraunum og athugunum á vegum Rf. Leiðbeiningaþjónusta. Snar þáttur í störfum Rf. hefur frá öndverðu verið leiðbein- ingar um búskap, enda einn höfuðtilgangur félagsins að flytja vísindin inn á hvern bæ, til hvers bónda. Og til þess svo mætti verða var og er nauðsyn á góðri leiðbeiningaþjónustu. Meðan Rf. var búnaðarsamband fyrir Norðlendingafjórðung voru á þess snærum leiðbeinendur, lengst af kallaðir sýslubúfræð- ingar. Þegar hin einstöku búnaðarsambönd voru stofnuð í kringum 1930, færðist þessi starfsemi að mestu til þeirra en tilraunir urðu aðalverkefni Rf. Þegar svo Tilraunastöðin var seld á leigu í ársbyrjun 1947 og verkefni Rf. voru orðin mjög smá er að því hugað að vekja á ný fræðslu af félagsins hálfu í búvísindum. Má það m.a. merkja af fjárhagsáætlun árin eftir 1947^; en þá eru á hverju ári allháar upphæðir til fræðslustarfa. Eftir lagabreytinguna og endurskipulagningu félagsins 1952, er lögð enn ríkari áhersla á að auka fræðslu og kynningarstarf um búskap og búvísindi. Má þar til nefna að á stjórnarfundi 7. maí 1954 er samþykkt að kaupa skuggamyndvél af nýjustu gerð til nota við fræðslustarfsemina. Og á aðalfundi 26. júní 1954 samþykkir fundurinn að senda fulltrúa frá félaginu á aðalfundi allra búnaðarsambandanna á félagssvæðinu, sem flytti fyrirlestra og sýndi fræðslumyndir auk þess er samþykkt að framhald verði á atvinnufræðslu í framhaldsskólum norðanlands. Á þessum árum var einmitt tekin upp sú stefna að kynna land- búnað í skólum bæði hér norðanlands og einnig víðar um land. Má af fundargerðum og skýrslum sjá að þeirri starfsemi hefur verið haldið fram um nokkurt skeið. Á stjórnarfundi 18. ágúst 1955 er vakið máls á nýmæli en þarna var samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögu um að á næsta hausti verði haldinn á vegum Rf. ráðunautarfundur á 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.