Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 23
um tvisvar og þar að auki varð tími ráðunauta minni til
jarðvegssýnatöku þegar meira var gert í heysýnum.
Auk þessara sýna frá bændum hefur verið efnagreint all-
mikið af sýnum úr tilraunum og athugunum á vegum Rf.
Leiðbeiningaþjónusta.
Snar þáttur í störfum Rf. hefur frá öndverðu verið leiðbein-
ingar um búskap, enda einn höfuðtilgangur félagsins að flytja
vísindin inn á hvern bæ, til hvers bónda. Og til þess svo mætti
verða var og er nauðsyn á góðri leiðbeiningaþjónustu. Meðan
Rf. var búnaðarsamband fyrir Norðlendingafjórðung voru á
þess snærum leiðbeinendur, lengst af kallaðir sýslubúfræð-
ingar. Þegar hin einstöku búnaðarsambönd voru stofnuð í
kringum 1930, færðist þessi starfsemi að mestu til þeirra en
tilraunir urðu aðalverkefni Rf. Þegar svo Tilraunastöðin var
seld á leigu í ársbyrjun 1947 og verkefni Rf. voru orðin mjög
smá er að því hugað að vekja á ný fræðslu af félagsins hálfu í
búvísindum.
Má það m.a. merkja af fjárhagsáætlun árin eftir 1947^; en
þá eru á hverju ári allháar upphæðir til fræðslustarfa. Eftir
lagabreytinguna og endurskipulagningu félagsins 1952, er
lögð enn ríkari áhersla á að auka fræðslu og kynningarstarf
um búskap og búvísindi.
Má þar til nefna að á stjórnarfundi 7. maí 1954 er samþykkt
að kaupa skuggamyndvél af nýjustu gerð til nota við
fræðslustarfsemina. Og á aðalfundi 26. júní 1954 samþykkir
fundurinn að senda fulltrúa frá félaginu á aðalfundi allra
búnaðarsambandanna á félagssvæðinu, sem flytti fyrirlestra
og sýndi fræðslumyndir auk þess er samþykkt að framhald
verði á atvinnufræðslu í framhaldsskólum norðanlands. Á
þessum árum var einmitt tekin upp sú stefna að kynna land-
búnað í skólum bæði hér norðanlands og einnig víðar um
land. Má af fundargerðum og skýrslum sjá að þeirri starfsemi
hefur verið haldið fram um nokkurt skeið.
Á stjórnarfundi 18. ágúst 1955 er vakið máls á nýmæli en
þarna var samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögu um að á
næsta hausti verði haldinn á vegum Rf. ráðunautarfundur á
25