Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 48
að sem heild. Þegar skordýrin eru orðin ónæm fyrir eyðing-
arlyfjum hefur notkun þeirra aukist mun hraðar en land-
búnaðarframleiðslan. Þetta þýðir að bændurnir fá sífellt
minni tekjur þrátt fyrir vaxandi útgjöld.
Þegar við skoðum hlutina þannig af sjónarhóli hagfræð-
innar hefur landbúnaðartæknin þýtt annað og meira en
aukin framleiðsla. Vinnuafli hefur verið skipt út fyrir orku-
krefjandi vörur: vélar, orku og efnaframleiðslu. Líkamlega
vinnan í landbúnaði hefur fallið á sama hátt og fjármagnið
hefur aukist. Fjárfestingar stigu út 9400 dollurum á mann
1950 í 53.500 dollara 1970. Þessar tölur sýna fjármagnseftir-
spurn landbúnaðarins í hlutfalli við vinnuaflseftirspurn.
Þetta hlutfall milli fjármagns og vinnuafls ræður miklu um
tvö önnur þjóðarvandamál — fjármagnsskort og atvinnuleysi
(skort á vinnu). Framleiðsla þar sem fjármagnskostnaður er
hár í hlutfalli við vinnumagn hefur tilhneygingu til að auka
enn á þessi vandamál bæði.
Eftir 1950 hefur landbúnaður orðið einn af þeim atvinnu-
greinum þar sem fjármagn á hvern vinnandi mann er hvað
mest. Árið 1970 var það aðeins í olíuiðnaði sem þetta var
hærra (1971 var það þar 117.865 dollarar á hvern vinnandi
mann). Og með því að landbúnaðurinn verður sífellt háðari
iðnaðarframleiðslu hefur hann aukið enn á mikilvægi þess
iðnaðar þar sem þetta hlutfall er hæst fyrir — olíuiðnaður og
efnaiðnaður. Ameríska orðið fyrir þennan nýja landbúnað —
agribuisness — hæfir því ákaflega vel. Landbúnaðurinn
virðist styðja iðnaðinn í að skapa þau vandamál, sem verst
herja á efnahagslífið í dag.
Við höfum nú fengið smá skýringu á spurningunni, sem við
settum fram, um það hvert hin auknu framleiðsluverðmæti
landbúnaðarins hefðu farið. Mest af framleiðsluaukningunni
hefur gengið beint til iðnaðar, t.d. olíuiðnaðarins, sem sér
landbúnaði fyrir hinum nýju rekstrarvörum, sem hafa leitt til
að nýting sólarorku hefur minnkað en landbúnaðurinn í
staðinn orðið háðari geymsluorku.
Þegar viðskipti voru tekin upp við olíufélögin í stað sólar-
innar, tengdust bandarísk bændabýli iðnaði með veltu upp á
50