Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Blaðsíða 55
JÓN HJÁLMARSSON:
SÓLIN, STELPURNAR OG MÚSIN
Dagur í Gróðrarstöðinni sumarið 1935*
Vorið 1935 útskrifaðist ég frá búnaðarskólanum á Hólum í
Hjaltadal en átti eftir að taka verklega námið, þar sem
námstími minn var aðeins einn vetur. Flaug mér nú í hug að
taka þennan hlut búfræðinámsins í Gróðrarstöð Ræktunar-
félags Norðurlands undir handleiðslu Olafs Jónssonar, til-
raunastjóra. Hafði ég sem Eyfirðingur, haft góðar spurnir af
þeirri starfsemi, sem þar fór fram og fýsti að kynnast henni
betur af eigin raun. Eg taldi mér a.m.k. trú um að þessu væri
þannig varið, en hinu get ég samt ekki neitað að mér var
kunnugt um að á hverju vori var þar hópur ungra meyja á
* Það fer ekki á milli mála að Ársrit Rf. Nl. hefur verið rit alvörunnar, rit
hinna þungu vísindagreina, rit hinna ábúðamiklu og ábirgðarfullu ritgerða
um hin ýmsu efni í búskap og þjóðmálum. Öllum má þó ljóst vera að við
þau störf, sem unnið hefir verið að hjá Rf., hefur oft verið glatt á hjalla,
skrítlur hlaupið um borð og spaugilegir hlutir gerst. Á miðjum þessum vetri
hafði ég spurnir af því að Jón Hjálmarsson, bóndi í Villingadal, hefði á
þorrablóti i sveit sinni, lesið upp frásögn af dagstund í Gróðrarstöð Rf. Nl. á
löngu liðinni tíð, þegar hann vann þar eitt sumar. Að þessu spurðu ámálg-
aði ég við Jón að fá þessa sögu í Ársritið. Tjáði honum að mér finnist ekki úr
vegi og raunar við hæfi að á prent kæmust einnig einhverjir þeir þættir úr
sögu Rf, sem ekki væru glerharðar tilraunaniðurstöður og þyrkingslegar
búfræðivangaveltur. Gekkst Jón inn á þetta sjónarmið og gaf leyfi sitt fyrir
birtingu á umræddu frásögukorni.
57
Ritstj.