Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 56
námskeiði í garðrækt undir umsjón Jónu Jónsdóttur frá Sökku í Svarfaðardal. Má vera að þetta hafi haft einhver áhrif á ákvörðun mína eftir allt kvennmannsleysið á Hólum. Þessi hugmynd komst nú í framkvæmd og ég og skólafélagi minn Ingólfur Gunnarsson, síðar bóndi í Miðhúsum og þar á eftir útsölumaður Tímans og Vikunnar á Akureyri, fengum þarna sumarvist með samþykki Steingríms Steinþórssonar, skóla- stjóra á Hólum, hvað varðaði verknámið. Alvara lífsins og undirbúningur æfistarfsins átti auðvitað að vera efst á blaði og sjálfsagt hefur svo orðið í reynd, að minnsta kosti fékk ég, þetta sumar, fræðslu um ýmislegt sem hefur komið mér vel á löngum búmannsferli. En fræðslan var ekki einráð. Saman við hana vildu blandast atvik annars eðlis og á ég í fórum mínum góðar minningar af þeim toga spunnar. Sumarið mitt í Gróðrarstöðinni var sem sagt ekki einvörðungu alvöru sumar, og ég held að ég sanni það best með því að bregða upp mynd af einni annasamri stund á heyskapardegi. Ég minni á að þarna var margt fólk ungt og gáskafullt og ég var víst ekki barnanna bestur, en verk mín vann ég af dugnaði, hlýðni og trúmennsku um það ber eink- unnabókin mín vitni. Ármann Dalmannsson var þá verkstjóri hjá Olafi og unnum við mikið undir umsjón hans, einkum vandasamari störf. Þegar heyskapur hófst og þurrkur var, komu ungu stúlk- urnar úr garðræktinni stundum til aðstoðar, og raunar allir, sem vetlingi gátu valdið, þegar mest lá við og var þá oft glatt á hjalla við heyskapinn. Mikið var af grasræktartilraunum á túnum Gróðrarstöðv- arinnar og fékk ég það hlutverk að slá þær með Ármanni og vigta af þeim heyið. Við ræddum þá margt saman og þótti skemmtilegt a.m.k. mér. Reyndar fannst mér það furða að Ármann skyldi ansa öllu málæðinu sem út flæddi af mínum vörum, en aldrei sagði hann mér að þegja. Vinnunni var þannig hagað að Ármann sló reitina, en ég rakaði saman heyinu og lét það á netstúf. Síðan kipruðum við saman netið, kræktum króknum á reislunni í gegnum hanka á því, stungum priki í gegnum hringinn á henni, hófum þetta á 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.