Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 57

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 57
loft á milli okkar. Við gættum þess vandlega að standa ekki á netinu eða láta það koma við okkur að neinu ráði, því að á þessu valt framtíð íslensks landbúnaðar og allt varð að vera nákvæmt og rétt. Af vel sprottnum reitum var heyið býsna fyrirferðarmikið og erfitt fyrir okkur að ná þeim stellingum, sem dugðu. Armann las svo þungann af reislunni, en ég fékk ekki að gera það, hélt þó að það væri hluti af náminu, kannske Armann hafi haldið að ég kynni það? A þessum árum var í tísku að ungir karlmenn gengju í pokabuxum, en þær voru víðar mjög eins og nafnið bendir til. Þær voru spentar fastar utan um fótinn neðan við hné og hékk þá pokinn niður á kálfa. Armann átti víst engar pokabuxur, en ég átti þær. Sumir spenntu þær ekki fastar um fótinn og þar á meðal ég, féllu þær þá niður á ristar og flöksuðust þar. Einn sólríkan dag var margt fólk uppi á túnum Gróðrar- stöðvarinnar, sumt vann að heyþurrkun, en við Ármann slógum tilraunirnar. Þegar ég var að setja heyið af einum reitnum á netið okkar varð ég var við mús i því. Þetta þótti mér slæmt, því að ég hef alltaf verið óskaplega hræddur við mýs, eða fundist návist þeirra mjög ógeðfelld, ég held næst á eftir draugum. Músin faldi sig, sem best í heyinu og mér tókst ekki að fá hana til að hlaupa burt. Ég ræddi nú um þetta vandamál við Ármann og vildi að við slepptum því að vigta af reitnum. Ekki féllst Ármann á það. Ég reyndi að sýna honum fram á að tilraunin yrði hvort eð er ekki rétt ef músin væri vigtuð með, eða vissi hann kannske hvað mýs væru þungar á fæti. Nei, ekki vissi Ármann það. Ég sagði, að mér fyndist ekki koma til mála að músin væri með í tilrauninni. Tilraunin yrði að vera rétt, því að annars gæti það haft hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir bændur landsins, sem byggðu grasrækt sína svo mjög á þessum tilraunum. Eg gæti a.m.k. varla verið þekktur fyrir að vinna á svo óvandaðan hátt. Þetta sýnir hvað ég vildi vera nákvæmur og samviskusamur tilraunamaður. Á meðan þessar viðræður fóru fram hafði ég látið heyið á netið, en kom sem allra minnst við það af ótta við að krafla í músina. Ég sagði svo Ármanni að heyið væri tilbúið til vigt- 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.