Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 73

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 73
þar sem bithagi var. Ég gekk því á milli lægðanna og giljanna, leit niður en fann ekkert fé. Er ég hafði kannað eina lægðina vissi ég að kinda var ekki að vænta fyrr en í næstu lægð, í næsta bithaga, í næsta gróðurlendi á nœstu grösum. Þá rann upp fyrir mér hvað það er í rauninni að vera á næstu grösum. A Möðruvallaengi eiga nokkrar gæsir sér griðastað á sumrin. Einhverju sinni hugðumst við taka 2-3 gæsir lifandi þegar þær voru i sárum, vængstýfa þær og ala á grænfóðri. Samstarfsmenn mínir komu einn dag og sögðu mér frá því að nú væru þær í sárum og hentugt að ná þeim. Þetta drógst hjá mér, eins og annað, og þegar ég kom niður á engi voru gæs- irnar á bak og burt. Þá gall í einum samstarfsmanna minna. Þú verður að grípa gæsina meðan hún gefst, og var það orð að sönnu, orðtakið eflaust runnið frá tímum gæsaveiðanna, sem voru þó nokkurar fyrr á tímum. Gæsin gefst á meðan hún er í sárum. Sumarið 1975 gengum við hjónin úr Svarfaðardal yfir Heljardalsheiði í Kolbeinsdal að Hólum í Hjaltadal. Þetta var dagsganga og var veður eins og best verður á kosið, al- heiðríkt, logn og mikill hiti. Ævagömul, aflögð, símalína og haganleg kanthleðsla fjallvegarins minntu á að þarna hefðu fallið fleiri og meiri svitadropar áður fyrr. Hiti síðastiiðins sólarhrings leiddi til þess að allir lækir og ár voru í vexti, og þegar við komum í Kolbeinsdal var Kolbeinsdalsáin kolmó- rauð. Áin heitir raunar Kolka sem náttúrunafnaskýrendur segja að hafi upphaflega verið Kolugaá, mórauða áin og bar hún þennan dag nafn með rentu og var í miklu vexti. Yfir Kolku þurftum við að fara og völdum við þann kostinn að vaða þar sem áin breiddi mest úr sér. Við óðum hverja hvísl- ina á fætur annarri, leiddumst alla leið og hafði ég það á orði að þetta væri táknrænt fyrir gott hjónaband, hrasaði annað þá styddi hitt við. Loks var bara síðasta kvíslin eftir og gekk allt vel þar til við áttum bara eftir um einn meter yfir, en þar féll áin í nokkrum streng upp við grasi gróinn bakka. Þarna misstum við bæði tvö fótanna vegna straumþungans og dýp- isins sem var þarna allt í einu það mikið að áin var vel í mitti. Mér tókst þó af miklu snarræði (og e.t.v. vegna meðfæddrar lífhræðslu) að ná taki á grasrótinni í bakkanum með annarri 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.