Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 75

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 75
allhressilega á tærnar á einum norðmanni (ég tróð honum um tœr!) en ég sagði óvart „værsogod11 í stað „unskyld“. Hinn fullkomni herramaður hefði auðvitað átt að svara mér um hæl með „tusind takk“, en ég fékk bara illgjarnt augnaráð. Eins dauði er annars brauð (líf) segir gamall málsháttur. Um hríð hafði ég framfæri mitt af því að rannsaka dauðann, kalið í túnunum hér á Norðurlandi. Ég var í Noregi á þessum árum en safnaði gögnum hér á íslandi. Vorið 1968 voru kalskemmdir miklar og er það í minnum haft að ég kom til bónda nokkurs í N-Þingeyjarsýslu og skoðaði tún hans. Hon- um var kalið mikið áfall, enda meirihluti túnanna stór- skemmdur, allt að því ónýtur. Mér var þetta hins vegar merkilegt rannsóknarefni, og sést þá hvernig eins dauði er annars brauð. Þegar við kvöddumst þakkaði ég fyrir góð- gerðirnar en endaði þakkarávarp mitt einkar óheppilega: „Það var reglulega gaman að sjá túnið hjá þér“. Við fundum báðir að hér var eitthvað bogið og fundum sameiginlega rétta orðið í stað gamansins, en það var orðið fróðlegt. Eg afsaka mig reyndar með því að Noregsdvölin hafi gert mér tregt um mál og að ég hafi verið með norska orðið ,,interessant“ í huga en tekist þýðingin svona óhönduglega. í sömu ferð er mér minnisstætt að ég kom á bæ einn á Melrakkasléttu í júnimánuði. Tún voru þar stórskemmd, grá yfir að líta og örlaði varla á grænu, lifandi grasi. Þetta var á laugardegi, og er ég ek í hlað heyri ég í útvarpinu í bílnum mínum að verið er að lesa kveðjur í óskalagaþætti sjúklinga. Ein kveðjan var einmitt heim á þennan umrædda bæ, og það má kallast kaldhæðni örlaganna (eða óskalaganna) að óska- lagið var „Green, green grass of home“ (græna grasið heima). Ég gæti haldið áfram að segja frá spaugilegum atvikum, en finnst ég þó varla vera kominn á raupsaldurinn og læt því hér staðar numið. Það skal að lokum tekið fram að sé eitthvað missagt í framangreindum fræðum, þá skal hafa að leiðarljósi orð manns, sem var mér fróðari, Ara fróða Þorgilssonar, en hann sagði að hafa skyldi það er sannara reyndist. Missagnir eru allar vegna mistúlkunar nemandans (mín), ekki vegna lélegrar frammistöðu kennarans (fósturjarðarinnar). 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.