Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 82

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 82
Svipað grjót finnst í Leyningsöxl og víðar. Steinrunnir trjá- bútar finnast á c.a. 2 km löngum kafla frá Stóruskriðugili að Lambárdragi á Torfufellsdal. Þessir trjábútar finnast helst í skálum eða slökkum uppi í miðri hlíð og hafa kannske borist þangað úr hamrabeltum ofar í hliðinni. Fróðlegt væri að vita, hvort steingerfingarnir á Glerárdal væru frá sama hlýviðris- skeiði og þessir steingerfingar. Um miðbik Torfufellsdals er allmikið framhlaup, er nefnist Lambárhólar. Bakgrunnur þess er mikil skálahvos í fjallið með háum bergbeltum að baki. Nefnast skálar þessar Vatns- skálar. Hár urðarhryggur skiptir hvosinni i tvennt. Norðan Vatnsskála — allt norður að Stóruskál — er hlíðin, ofan frá klettabeltum í fjallsbrún og niður á flatlendi, nokkuð jafnt hallandi og misjöfnulítil, en þess sjást merki, að eitthvað hefur tognað úr hlutunum næst fjallsbrúnarklettum, kannske er það aðeins herslumunurinn, að þarna verði meira eða minna framhrun. Norðan þessarar hlíðar og Stóruskálar, er svonefnd Snjóskál. Ur brúnum hennar hefur aldrei tekið allan snjó svo menn viti, en litla fönn var þar að sjá haustið 1966. Að baki Snjóskálar — austan fjallshryggsins — er Ulfárskál með all- stórri jökulfönn, Ulfárjökli. Hann hljóp fram veturinn 1925 og tók af fjárhús á Ulfá. Um þann atburð eru til skráðar heimildir. Þá lagðist Ulfá i eyði. Úlfárskál og Snjóskál eru nyrst í Torfufellinu og milli þeirra norðantil er nánast aðeins fjallsbrík. Fannir þeirra blasa við af þjóðveginum hvarvetna í Fram-Eyjafirði og allt norðan úr Vaðlaheiði og Svalbarðsströnd. En lítum nú lengra inn i dalinn. Þegar nær dregur fremsta hluta Torfufellsdals og Galtártunga fer að gæta móbergsein- kenna s.s. þursabergs. Það sama gildir um framhluta Eyja- fjarðardals. í Galtárgili, í nokkuð láréttri línu miðhlíðis, er gulgrátt leirlag (móberg), sem gæti — samkvæmt áliti vissra manna — verið setlög sömu tegundar og botnlögin í Mývatni. Þetta er þó með öllu órannsakað. Nokkru norðan Galtár er Lambá á Leyningsdal (aðgreind frá Lambá á Torfufellsdal). Hún kemur úr Lambárvatni, sem er austan Miðáss á Nýjabæjarfjalli. Hún rennur í tveimur 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.