Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 83

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 83
kvíslum fram af fjallsbrúninni sem sameinast neðst í hlíðinni — eftir að hafa háð keppni í listsköpun — en í báðum kvísl- unum eru snotrir fossar. Líklega hefur syðri kvislin vinninginn í þessari keppni, enda er hún öllu vatnsmeiri. Vatnið í þessari Lambá er nokkuð frábrugðið öðru vatni. Eftir venjulega sandskúrun og vorhreingerningar ánna, verða þær tærar á ný, en þá byrjar strax að safnast þörungagróður á steina í botni þeirra, svo að þeir eru orðnir sleipir af slýi um haustgöngur. Þetta fyrirbæri sést aldrei í Lambá á Leyningsdal, hvað sem veldur? Rennur það kannske um líparítganginn, sem hugs- anlega liggur þarna í gegnum fjallgarðinn, og er þá orðið flúorblandað og öðru vatni betra til tannburstunar? Norðan Lambár eru Grenishjallar, sem sennilega eru mót- aðir af skriðjöklum á mismunandi timum. Þá koma Leyn- ingsskálar, gegnt Vatnsskálum á Torfufellsdal, en Leynings- skálar eru miklu eldri smið, jafnvel hefur Svardalur — sem er hinum meginn Leyningsaxlar — ekki verið búinn að ná sínu dalmóti til fulls á þeim tíma. Svardalur er stuttur, c.a. 3-4 km, en hefur þrátt fyrir það mikla dýpt. Bogamyndaður og all- víður botn hans er nokkuð sérstæður sakir dýptar sinnar. Eins og fyrr getur eru miklar líparítmyndanir í hlíðum hans. Þvi gefur það auga leið, að það hefur verið tiltölulega auðvelt fyrir tækni náttúrunnar að skapa hann. Nokkur hluti þeirra lausu jarðefna, sem safnaðist saman að baki Leyningshólanna, gæti verið kominn úr Svardal. Frá í mynni Svardals og þaðan norður með vesturhlíð Villingadals er allbreiður hjalli, sem gefur hugmynd um dalina, þegar þeir voru á hærra plani fyrir einhver kuldaskeið. Um gróðurfar þessara dala er fátt að segja. Flatlendið heiman til er vaxið valllendisgróðri, þó er gras fremur harð- hnjóskulegt þar sem jarðvegur er mjög líparítrunninn, og með köflum er móasef nokkuð ríkjandi og nýtist illa til beitar. Þar sem jarðve'mr er betri, er língresi nokkuð ríkjandi ásamt sveifgrösum, vingli og snarrót á köflum. Meðfram skriðum og í neðanverðum hlíðum er fjalldrapi töluvert útbreiddur. Mikið er þar af krækilyngi og nokkuð um bláberja- og aðal- bláberjalyng, en berjaspretta á því er mjög rýr. Um neðan- 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.