Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 1
PÁLL A. PÁLSSON
SIGURÐUR E. HLÍÐAR,
YFIRDÝRALÆKNIR
ALDARMINNING
Reynslan hefur kennt oss að furðu fljótt fyrnist yfir störf og
nöfn margra þeirra manna sem settu svip á samtíð sína og
umhverfi, manna sem með bjartsýni, áræðni og dugnaði
ruddu braut fyrir þá sem á eftir komu. Einn þessara braut-
ryðjenda á sínu sviði var Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir.
Það er ekki auðvelt að gera grein fyrir starfsæfi Sigurðar í
stuttu máli, því störf hans voru fjölþætt og áhugamál mörg
enda þótt aðalstarf hans væru dýralækningar og mál sem
vörðuðu heilbrigði húsdýra.
Þar sem Sigurður var fyrsti dýralæknir á Norðurlandi og
því frumherji, er rétt að rekja í örstuttu máli þróun og skipan
dýralæknamála fram til þess tíma er hann hóf störf á Akur-
eyri.
Það var ekki fyrr en um síðustu aldamót að Islendingar fóru
að hafa kynni af störfum dýralækna en árið 1896 kom til
starfa Magnús’ Einarsson, dýrajækrþr. Hann hafði aðsetur í
Reykjavík, og lét mikið að sér kveðá bæði í ræðu og riti, og átti
frumkvæði að mörgu, sem til hagsbóta horfði um dýralækn-
ingar og varnir gegn dýrasjúkdómum. Eftir hánn liggur mikið
starf og merkilegt.
Að vísu höfðu tveir Islendingar, þeir Teitur Finnbogason (f.
1803 — d. 1883) og Snorri Jónsson (f. 1844 — d. 1879) lokið
námi í dýralækningum við dýralæknaskólann í Kaup-
3