Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 4
Þegar Sigurður var 6 vetra gamall missti hann föður sinn. Móðir hans giftist aftur frænda sínum Guðmundi Sigurðssyni og hófu þau búskap að Úlfarsfelli í Mosfellssveit og bjuggu þar til ársins 1898 að þau fluttu til Reykjavíkur. Ári síðar dó Guðmundur og stóð þá Sigríður ein með fimm börn en fimm hafði hún misst, enda ungbarnadauði þungbær kvöl sem margar íslenskar mæður urðu að þola á þessum tíma. Sjálfur var Sigurður sem kornabarn svo langt leiddur af barnaveiki að honum var ekki hugað líf. Manni með læknishendur tókst þá með hrafnsfjöður að vopni að fjarlægja skófirnar úr hálsi barnsins og mátti ekki tæpara standa. Af þessari ástæðu taldi Sigurður, að sér hefði alltaf verið hlýtt til hrafna. Sigríði frá Hörgsholti er svo lýst, að hún hafi verið fríð- leikskona, kjarkmikil, dugleg, skýr og skáldmælt eins og margt fólk af hennar ætt. Sigurður settist í lærða skólann aldamótaárið. Á þeim ár- um var ólga og átök töluverð í lærða skólanum og svo fór að Sigurður og fimm bekkjabræður hans hættu námi að loknum fjórða bekk. Haustið eftir hóf Sigurður nám við dýralækna- skólann í Kaupmannahöfn. Sóttist honum námið vel, undi sér ágætlega í hópi danskra stúdenta og hélt tryggð við marga þeirra og kennara sína æ síðan. Síðar leitaði hann oft til kennara dýralæknaskólans i Kaupmannahöfn með ýmis vandamál, og var jafnan vel tekið. Að loknu námi 1910 vann Sigurður um skeið í Danmörku, en hélt síðan með ungri eiginkonu sinni Guðrúnu Louisu heim til íslands og var skipaður dýralæknir á Norðurlandi með aðsetri á Akureyri. Ekki höfðu Norðlendingar áður kynnst dýralæknum eða störfum þeirra og tóku því hinum unga dýralækni með nokkuð fálátri tortryggni og vantrú. Þetta breyttist þó skjótt, þegar þeir kynntust hinu hressilega og glaða viðmóti Sigurðar og hve mjög hann gerði sér far um að leysa störf sín sem best af hendi. Sigurður varð fljótlega allra manna vinsælastur í hér- aði, fólk hlakkaði til komu hans, enda auðnaðist honum að leysa margan vanda. Hélst svo þann aldarþriðjung sem hann starfaði á Akureyri. Um það hafa margir borið vitni fyrr og 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.