Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 5

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 5
síðar. Enn lifa sögur í Eyjafirði af kröftulegu orðbragði Sig- urðar við læknisstörf, handlagni hans og útsjónarsemi. Á þessum árum voru ferðalög erfið og tímafrek og á vetrum þegar hestum varð ekki við komið svo sem stundum bar við var ekki um annað að ræða en að fara gangandi. Bílar voru óþekktir. Eftir 12 ára störf á Akureyri dvaldi Sigurður þrjá mánuði við sinn gamla skóla i Kaupmannahöfn til „endurmenntun- ar“ eins og það er nú nefnt. Þá (1922) lýsti hann í ritgerð sem birtist í tímariti danskra dýralækna búfjársjúkdómum á Norðurlandi, aðstöðu og erfiðleikum við dýralæknisstörf á Akureyri og ferðalög í umdæminu. Er það fróðleg heimild á margan hátt, og skemmtileg. Annars var skapgerð Sigurðar þannig að hann leit hlutina björtum augum og hann tíundaði ekki erfiðleikana þegar hann minntist síðar þessara ára, heldur hélt hann því á lofti sem skemmtilegt var eða spaugilegt á einhvern hátt. Veturinn 1929-1930 dvaldi Sigurður við framhaldsnám i Þýskalandi. Var sú för gerð til þess að kynna sér hvernig bæta mætti helst hollustuhætti við meðferð mjólkur og sláturaf- urða og var að hluta kostuð af samtökum eyfirskra bænda. Alla tíð var Sigurður iðinn við að miðla fróðleik bæði í ræðu og riti. Hann fylgdist vel með í fræðigrein sinni og eftir hann liggur fjöldi greina um dýrasjúkdóma í blöðum og tímaritum. Þegar hann gaf út „íslending“ á árunum 1915-1920 ritaði hann sem nokkurskonar framhaldssögu i blaðið þætti um búfjársjúkdóma og meðferð þeirra. Slíkt tiltæki þætti víst furðulegt nú til dags, en með þessu móti tókst honum að auka þekkingu bænda á búfjársjúkdómum og fjölga kaupendum blaðsins. Á þessum árum lét Sigurður ýmsa búfjársjúkdóma til sín taka, sem ekki snertu beint dagleg dýralæknisstörf hans. Þannig ferðaðist hann t.d. um sveitir á Norðurlandi til að safna fróðleik um útbreiðslu og upptök riðuveiki í sauðfé og ritaði um það efni. Eru það elstu heimildir um þann sjúkdóm hér á landi. Berklaveiki var mikill ógnvaldur á þessum tíma og hinn „hvíti dauði“ varð mörgum að fjörtjóni, ungum jafnt sem öldnum. Sigurður vakti í ræðu og riti athygli á tengslum 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.