Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 5
síðar. Enn lifa sögur í Eyjafirði af kröftulegu orðbragði Sig-
urðar við læknisstörf, handlagni hans og útsjónarsemi. Á
þessum árum voru ferðalög erfið og tímafrek og á vetrum
þegar hestum varð ekki við komið svo sem stundum bar við
var ekki um annað að ræða en að fara gangandi. Bílar voru
óþekktir.
Eftir 12 ára störf á Akureyri dvaldi Sigurður þrjá mánuði
við sinn gamla skóla i Kaupmannahöfn til „endurmenntun-
ar“ eins og það er nú nefnt. Þá (1922) lýsti hann í ritgerð sem
birtist í tímariti danskra dýralækna búfjársjúkdómum á
Norðurlandi, aðstöðu og erfiðleikum við dýralæknisstörf á
Akureyri og ferðalög í umdæminu. Er það fróðleg heimild á
margan hátt, og skemmtileg.
Annars var skapgerð Sigurðar þannig að hann leit hlutina
björtum augum og hann tíundaði ekki erfiðleikana þegar
hann minntist síðar þessara ára, heldur hélt hann því á lofti
sem skemmtilegt var eða spaugilegt á einhvern hátt.
Veturinn 1929-1930 dvaldi Sigurður við framhaldsnám i
Þýskalandi. Var sú för gerð til þess að kynna sér hvernig bæta
mætti helst hollustuhætti við meðferð mjólkur og sláturaf-
urða og var að hluta kostuð af samtökum eyfirskra bænda.
Alla tíð var Sigurður iðinn við að miðla fróðleik bæði í ræðu
og riti. Hann fylgdist vel með í fræðigrein sinni og eftir hann
liggur fjöldi greina um dýrasjúkdóma í blöðum og tímaritum.
Þegar hann gaf út „íslending“ á árunum 1915-1920 ritaði
hann sem nokkurskonar framhaldssögu i blaðið þætti um
búfjársjúkdóma og meðferð þeirra. Slíkt tiltæki þætti víst
furðulegt nú til dags, en með þessu móti tókst honum að auka
þekkingu bænda á búfjársjúkdómum og fjölga kaupendum
blaðsins. Á þessum árum lét Sigurður ýmsa búfjársjúkdóma
til sín taka, sem ekki snertu beint dagleg dýralæknisstörf hans.
Þannig ferðaðist hann t.d. um sveitir á Norðurlandi til að
safna fróðleik um útbreiðslu og upptök riðuveiki í sauðfé og
ritaði um það efni. Eru það elstu heimildir um þann sjúkdóm
hér á landi. Berklaveiki var mikill ógnvaldur á þessum tíma
og hinn „hvíti dauði“ varð mörgum að fjörtjóni, ungum jafnt
sem öldnum. Sigurður vakti í ræðu og riti athygli á tengslum
7