Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 9
mörg þeirra náð miklum og góðum þroska. Má þar t.d. nefna Leikfélag Akureyrar, Hestamannafélagið Léttir, Taflfélag Akureyrar, Stúdentafélag Akureyrar o.fl. Hvar sem Sigurður tók til hendi í félagsmálum fylgdi honum hressilegur blær, kraftur og glaðværð og honum veittist alltaf létt að laða fólk til samstarfs og átaka. Sigurður var þingmaður Akureyringa f 937-49 og sat á 17 þingum alls, en gaf ekki kost á sér til frekari þingsetu árið 1949 enda heilsan ekki söm og áður, og hann fluttur frá Akureyri. A löngum stjórnmálaferli fylgdi Sigurður Sjálfstæðisflokknum, en þótti stundum fara eigin götur á þeim vettvangi. Sigurði var annt um félagsmál dýralækna, gekkst fyrir stofnun Dýralæknafélags Islands og varð formaður þess í byrjun. Árið 1943 var Sigurður skipaður yfirdýralæknir og flutti þá frá Akureyri til Reykjavíkur. Gegndi hann því embætti til sjötugs, en hélt þó áfram störfum uns hann lagðist á spítala og átti þá skammt eftir ólifað. Má því segja að hann hafi staðið og starfað meðan stætt var. Sigurður var kvæntur Guðrúnu Louise Guðbrandsdóttur, Teitssonar fyrsta dýralæknis á Islandi. Hún var listhneigð kona og spaugsöm, viðmótsþýð og gestrisin og hafði fágætt lag á því að koma þeim í gott skap, sem voru í návist hennar. Á gullbrúðkaupsdegi þeirra hjóna ræddu þau við blaðamann og komust svo að orði um 50 ára sambúð sína að „allt hefði verið ein samhangandi sæla“. Betur að fleiri hefðu sömu sögu að segja. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, tveir synir þeirra eru enn á lífi, Guðbrandur dýralæknir búsettur í Sví- þjóð og Jóhann prestur búsettur á Spáni. Látin eru Brynja, Gunnar og Skjöldur. Sigurður andaðist 18. desember 1962 eftir stutta sjúk- dómslegu. Sigurður var lengst af heilsuhraustur, ósérhlífinn og starfsfús, og áhuginn jafnan brennandi á þeim verkefnum, sem hann tók að sér. Það tel ég fyrst og fremst skýringuna á því hve miklu hann kom í verk á svo mörgum ólíkum sviðum. Samt virtist hann aldrei eiga sérstaklega annríkt, tók oft í spil og tafl þegar svo bar undir, var ötull sportveiðimaður, hafði 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.