Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 12
Riðuveiki er mesti ógnvaldur íslenskra sauðfjárbænda og er hann ómetanlegur skaðinn sem þeir verða fyrir við niðurskurð og fjárfelli er þeir sjá eftir áratuga kynbótastarfi sínu fyrir gýg unnið. Eru þá ótalin tilfinningaböndin sem bresta og ekki verða metin í veraldlegum auði. r Það ætti þess vegna öllum, sem sauðfé sínu unna, að vera ljós sú nauðsyn að framkvæma nú þegar skipulagðar aðgerðir gegn veikinni um land allt og leggja kapp á að rannsaka orsakir hennar. II. INNFLUTNINGUR BÚFJÁR OG ANNARRA SMITBERA Mönnum hefur lengi verið ljós sú gífurlega hætta sem stafað getur af innflutningi búfjár og ýmissa vara er borið gætu smit til íslands. Eftirfarandi má lesa í Búnaðarritinu árið 1916: „Með bréfi dags. 7. ágúst síðastl. hefir háttvirt stjórn Búnaðar- félags Islands mælst til þess, að ég gæfi henni ítarlegt álit mitt um þau vandkvæði, er á því eru, sakir sýkingarhættu, að flytja inn kynbótapening til takmarkaðrar kynblöndunar. Eins og hinni háttvirtu búnaðarfélagsstjórn er kunnugt, hefi ég áður ritað félaginu bréf um þetta efni, og er það bréf prentað í 6. árg. „Freys“, og enn fremur hefi ég síðar skrifað í „Lögréttu“ grein um sama efni, og get ég að nokkru vísað til þessa. Það er álit mitt, að af innflutningi innlends búpenings geti stafað tvennskonar sjúkdómshættur. Önnur er sú, sem menn venjulega líta mest á, að til landsins berist erlendir dýrasjúkdómar, sem áður eru hér óþekktir, og dreifist hér út. Hin er fólgin í því, að innlendir sjúkdómar, sem af sníkjuverum stafa, fái við innflutninginn aukin þróunarskilyrði, og verði við það skæðari eða illkynjaðri yfir höfuð. Af erlendum næmum sjúkdómum stafar að sjálfsögðu mest hætta af þeim, sem eru langvinnir, leynast lengi og eru hægfara að minnsta kosti í byrjun, svo sem lifrar flyðrusýki í sauðfé, berklaveiki í öllum gripum, sníf í hestum og ýmsir fleiri sjúkdómar, sem menn þekkja nú, auk þeirra, sem til kunna að vera og verða, og menn þekkja nú annaðhvort mjög lítið eða ekkert. Enginn efi er á því, að alltaf eru að koma upp nýir sníkjuvera-sjúkdómar á þann hátt, að smádýr og plöntur, sem áður hafa ekki valdið veikindum, finna fyrir tilviljun hentug lífsskilyrði í skepnum eða á, og við veru sína þar þroskast smátt og smátt að hæfileikum til að notfæra sér efnin í líkama þeirra 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.