Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 17
Páll bætir við:
„Sigurður Hlíðar rannsakaði útbreiðslu riðuveiki hér á landi árið
1912 á vegum stjórnvalda. 1 skýrslu sinni taldi Sigurður, að veikin
hefði þá ekki verið kunn nema í rúm 30 ár og aðallega í Akrahreppi i
Skagafirði, en þó var vitað um hana á tveimur bæjum vestan vatna.
Ekkert var vitað með vissu um uppruna veikinnar, þó sumir vildu
setja hana í samband við hrút, sem fluttur var til Skagafjarðar frá
Danmörku árið 1878, en út af þeim hrút, sem var af Oxford Down
kvni, var um tíma allmargt fé í Skagafirði og víðar.“23
Verður nú aftur gripið niður í grein Páls en þar segir meðal
annars:
„Tveimur til fjórum árum eftir fjárskiptin á þessu svæði fór riðu-
veiki að verða vart í nýja fjárstofninum á sumum þeirra bæja, þar
sem riða hafði verið landlæg fyrir fjárskiptin. Frá þessum fvrstu
riðubæjum dreifðist sjúkdómurinn til nágrannabæja og síðan með
fjárkaupum enn víðar næstu árin, svo að á sjöunda áratugnum var
riða aftur orðin þekkt í mörgum sveitum 1 Austur-Húnavatns-,
Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum og gerði víða taisverðan usla.“23
IV. ÚTBREIÐSLA RIÐUVEIKI ERLENDIS
Erlendis hefur riða (scrapie á ensku) þekkst lengi. Hún fannst
fyrst fyrir 250 árum á Bretlandseyjum en þaðan hefur hún
borist um allan heim með sölufé. Hún er þekkt um Mið-
Evrópu og Noreg, Asíu, Afríku og Suður- og Norður-
Ameríku.
Samkvæmt upplýsingum frá árinu 1974 hafa Bandaríkja-
menn barist með skipulögðum aðgerðum gegn veikinni en þar
var hún fyrst greind árið 1947 og barst þangað með fé frá
Kanada er flutt hafði verið frá Bretlandi árið 1939. Til Noregs
barst veikin í byrjun maímánaðar árið 1956 með tveimur
hrútum af Suffolk-kyni er keyptir voru í Skotlandi. Hrútar
19