Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 18
þessir, ásamt tveimur hálfblóðs Suffolk-ám frá Noregi, voru
þó hafðir í eins árs einangrun á eynni Maröya. Þennan tíma
kom ekkert fram í kindunum er benti til að þær bæru um-
ræddan sjúkdóm. En liðlega ári síðar veiktist annar hrúturinn
og var lógað i febrúar 1958. Hinn fór sömu leið. Norðmenn
greindu veikina, brugðu skjótt við og tókst með samhentu
átaki að koma í veg fyrir að veikin festi rætur og útrýmdu
henni. Nú hefur veikin verið staðfest í Noregi að nýju. Ekki er
vitað hvernig hún barst þangað aftur.
Einnig með fé frá Bretlandi kom veikin til Nýja-Sjálands
árið 1951 og í Ástralíu var hún fyrst greind ári síðar. Tekist
hefur að minnsta kosti í Ástralíu að útrýma veikinni enda var
allur innflutningur á fé frá Bretlandi bannaður með lögum.
Sömuleiðis hefur veikinni verið útrýmt í Kenya og í S.-Afríku.
Erlendis eru varnir með ýmsu móti, eftir þvi hve útbreidd
veikin er. Vægastar eru varnir þar sem útbreiðslan er mest.
Ekki veit ég hve víða niðurskurði er beitt. Þar sem lengst er
gengið (Kanada) er grunsamlegum kindum lógað (ekki má
skjóta kind og ekki frysta höfuð) og ef smásjárskoðun á
taugavef í heila eða mænu staðfestir að um riðuveiki er að
ræða er öllum kindum og geitum á viðkomandi stað lógað
umsvifalaust. Athugaðar eru hugsanlegar smitleiðir, kaup,
sölur og annar samgangur við sýkta bæi. Fé sem gengið hefur
saman við veikt fé (grunað um að vera veikt) er einangrað og
jafnvel drepið og allir afkomendur þess að auki. Sýnt hefur
verið fram á að hægt er að rækta upp mótstöðumikið fé, en
erfitt hefur verið enn sem komið er að koma slíkum aðferðum
í gagnið í venjulegum búskap.
V. ORSÖK OG EINKENNI RIÐUVEIKI
Riðuveiki er ólæknandi taugasjúkdómur sem eingöngu hefur
orðið vart í sauðfé og geitum og aðeins því fyrrnefnda hér-
lendis. Riðuveiki er smitsjúkdómur, langvinnur, lúmskur, af-
20