Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 19
Smásjármynd úr mænukylfu. Vökvabólur í taugafrumum í mœnukylfu og vídar um
heilann eru sérkenm riöuskemmda.
ar kvalafullur og oft hægfara en getur, og hefur valdið, gífur-
legu tjóni á stuttum tíma.
Þrátt fyrir áratuga rannsóknir á riðuveiki hefur ekki enn
tekist að sanna fullkomlega hvað veikinni veldur. Hníga þó
flestar niðurstöður rannsókna í þá átt að um veiru eða veirur
sé að ræða. Um það segir Páll:
„Orsök riðuveiki er talin vera örsmá veira, sem á margan hátt er
frábrugðin venjulegum veirum. Ekki hefur enn tekist að rækta veiru
þessa i vefjafrumum eða greina hana á rafsjá, svo öruggt sé. Við-
námsþróttur þessarar veiru er með ólíkindum, virðist hún þola suðu,
og ýmis sótthreinsunarefni, sem eyða venjulegum veirum, hafa ekki
nein teljandi áhrif á riðuveirur. Gerir þetta að sjálfsögðu allar sótt-
varnarráðstafanir gegn þessurn sjúkdómi örðugar.1123
Sjúklegar breytingar vefjanna sjást ekki með berum aug-
um, aðeins í smásjá og rafsjá. Stundum er erfitt að greina þær
en þær má þó finna í miðtaugakerfi og aftan- og neðantil í
heila, sömuleiðis í mænu og mænukólfi, rétt innan við bana-
kringluna. Þessar breytingar lýsa sér ekki í bólgum heldur
líkjast þær hrörnun eða ellibreytingum og er undarlegt að sjá
slíkt í ungu fé.
21