Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 20
Eitt af vandkvæðum við að greina riðu eru mismunandi
ytri einkenni sem fé sýnir. Bryjunareinkenni eru jafnvel mis-
munandi innan sama bús og villir þetta vafalaust fyrir ýms-
um. En gefum Sigurði Sigurðarsyni orðið:
„Sameiginlegt er þó að kindurnar verða „undarlegar í háttum“
ókyrrar á garða, varar um sig, kvíðnar eða óttaslegnar þegar á að
handsama þær og óöruggar í hreyfingum. Fiðringur er í húð og
stundum kláði alveg frá bvrjun. Kláði sést þó alls ekki alls staðar.
Hægfara vanþrif þrátt fyrir góða lvst eru alls staðar einnig titringur á
haus og viðar um skrokk og seinna skjálfti eftir áreynslu, jafnvel
snarast kindin um koll, þegar tekið er í horn á henni. Þar sem kláði er
áberandi einkenni frá upphafi eins og raunin er víðast hvar austan-
lands er auðveldara að greina veikina. Þá sést snemma að kindin
stendur við stoð eða vegg eða úti við staura og moldarbörð og nuddar
sér i sífellu. Þá eru nuddaðir blettir eða þófin ull, stundum hárlausir
og særðir blettir. Kindin gnístir tönnum, óeðlilegt nasarennsli og
munnvatnsrennsli sést. Nefnd hafa verið gönuhlaup eða hálfgerð æði
í kindum sem styggð kemur að. Yngsta kind sem riða hefur fundist í
hér á landi er lamb í febrúar. Venjulegasti aldur er 2-4 ár.“28
Einnig má nefna að kindin kviðdregst og leggur af. Oft
virðist hún tryllast ef tekið er í horn henni og hleypur iðulega
á hvað sem fyrir er. Jarmur verður gjarnan hás og máttvana
eða jafnvel hverfur að mestu. Fram koma krampadrættir í
augna- og tyggivöðvum og einstaka kind missir sjónina. Síðan
tekur að bera æ meir á því er veikir dregur nafn sitt af: Riðu
og óreglulegum og óstyrkum gangi.
„Oftast er óstyrkleikinn mest áberandi á afturfótum og slettist
kindin þá til að aftan eða hoppar, líkt og væri hún í hafti, en
framfætur ber hún hátt. Ef kindin er rekin hratt á þessu stigi sjúk-
dómsins, er henni hætt við að hendast um koll og fær þá oft
krampaflog. Titringur eða riða á höfði og limum verður oft mjög
áberandi, þegar á líður sjúkdóminn.1124
Fyrir kemur að veik kind nagar eða sleikir fæturna í sífellu
vegna kláða er stundum fylgir veikinni og getur hann orðið
það mikill að kindin nagar sig til blóðs.
„Þó að riðukindur hafi góða lyst og séu oft venju fremur þorstlát-
ar, horast þær samt og rýrna jafnt og þétt. Riðusjúklingar virðast
hafa fulla tilfinningu og skynjun til hins síðasta.