Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 21
Riðukind, vör um sig. Hárlaus blettur á krúnu vegna nudds.11
(I.jósm.: Sig. Sig.).
Þegar liður á sjúkdóminn, missir kindin þrótt, getur ekki gengió
nema stuttan spöl í einu og liggur mikið fyrir. Jafnframt missir hún
vald yfir hreyfingum og getur ekki staðið upp hjálparlaust, og er þess
þá sjaldan langt að bíða, að yfir ljúki. Riðusjúklingar á síðustu
stigum veikinnar eru hin mesta hryggðarmynd og sjúkdómsþrautir
án efa miklar, enda munu þá flestir grípa til byssunnar til að binda
enda á kvalir þessara vesalinga.
Mjög er það misjafnt, hve riða er lengi að leggja sjúklinginn að
velli, eftir að fyrstu einkenni koma í ljós. Veldur þar mesfu, hvernig
ástæður eru, geldfé þraukar oft í nokkra mánuði, lambfullar eða
nýbornar ær mun skemur, vart meir en 3-4 vikur.“23
Enn fleira má sjá. Augu í sjúkri kind verða flóttaleg, rang-
hvolfast jafnvel, höfuðburður reigður og gjarnan leitar kindin
út í horn og króka. Sé riðuveikri kind klappað eða strokið létt
yfir bakið er engu líkara en hún hafi af því fróun, hún teygir
fram snoppuna og kjamsar í sífellu, líkt og kind með kláða.
Líkamshitinn er því sem næst eðlilegur lengst af. Þar kemur
að sjúklingurinn getur ekki staðið og bíður endalokanna
liggjandi, með titrandi höfuð, háls og ganglimi.
Eins og áður sagði er riða hægfara sjúkdómur oft á tíðum. f
því felst m.a. að veikin getur verið langan tíma að verða kind
23