Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 26
umsvifalaust þær kindur sem hann sér á og reynir þannig að
hægja á útbreiðslunni. Telur að niðurskurð verði að fram-
kvæma í samráði við dýralækna og aðra kunnáttumenn og
sótthreinsa síðan fjárhúsin mjög vel.
Birgir Haraldsson, Bakka, Viðvíkursveit, Skagafirði:
Birgir greip meðal annars til þess ráðs að taka eldri ærnar
frá og segir að lömb undan þeim hafi lifað betur en önnur.
Keypti haustið 1979 12 lömb til ásetnings og þau hafa reynst
sterkari gegn riðu en þau 30 er hann setti á sama haust og voru
þó undan eldri ánum hans (sem reyndust betur en önnur
heimaalin eins og segir að ofan). Aðkeyptar ær hafa einnig
veikst síður en heimaaldar. Telur að smithætta sé mest á
sauðburði og að lömbin smitist á húsi, nýfædd. Birgir gerði
tilraun með að hætta vetrarrúningi og seinka burði. Sömu-
leiðis setti hann aðkeyptar ær á tún sem hans sjúka fé hefur
aldrei komið á og lét þær bera þar. Haustið 1980 setti hann
eingöngu á lömb er aldrei komu á hús um vorið. Hann álítur
að lítils árangurs sé að vænta í baráttunni gegn riðu nema til
komi sameiginlegar aðgerðir bænda sem eiga sjúkt fé. Verði
þá að vera fjárlaust á viðkomandi bæjum í að minnsta kosti
eitt ár og að sótthreinsa þurfi fjárhúsin. Hann hefur litla trú á
ræktun á fé með mikla mótstöðu, það sé of seinvirk aðferð.
Einnig telur Birgir að hugsanlega væri búið að útrýma riðu-
veiki hefði hún verið tekin sömu tökum og mæðiveikin á
sínum tíma. Birgir hefur orðið fyrir gífurlegu tjóni af völdum
veikinnar og haustið 1981 lógaði hann öllu sínu fé.
Snorri Kristjánsson, Krossum, Arskógsströnd, Eyjafjarðar-
sýslu:
Bændur á Arskógsströnd beittu niðurskurði og sóttvarnar-
aðgerðum gegn riðunni á sinum tíma og fengu sér nýja fjár-
stofna. Þetta gafst vel og er veikin varla þekkt á þessum
slóðum nú. Haustið eftir að nýja féð kom voru sett á lömb
undan því og virtist ekki koma að sök. Snorri keypti sjúkt
lamb fyrir röskum tuttugu árum (eftir að niðurskurður hafði
verið framkvæmdur) sem að sögn seljanda var heilbrigt. En
kindin veiktist og var henni þá umsvifalaust lógað ásamt
öllum hennar jafnöldrum. Hann hefur verið svo heppinn að
28