Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 40
upp mótstöðumiklum hópi. Á margan hátt virðist notagildi slíkrar
aðferðar við hérlendar aðstæður fjarlægt. Tæpast er hugsanlegt að
fara að stunda sæðisdreifingu úr sýktum girpum. Eina hugsanlega
lausnin væri ef hægt væri að djúpfrysta sæði úr hrútum. Síðan þegar
nægjanlegt sæði væri fryst úr þeim væru þeir sýktir og siðan notað
sæði úr þeim þeirra, sem sýndu nægjanlega mótstöðu. Slíkt yrði þó ^
óneitanlega dýrt í framkvæmd og yrði á þeim forsendum að meta
hvort væri verjandi aðferð í baráttunni. Og áður en að nokkru slíku
má huga er eftir að leysa vandamál djúpfrystingar á sæði.“9
En þessi aðferð er ekki gallalaus:
„Bæði Stamp og Kimberlin hafa þó sínar efasemdir um gildi
úrvals fyrir aukinni mótstöðu gegn riðu. Stamp telur ýmislegt benda
til að hin aukna mótstaða sé í þvi fólgin að verulegur munur sé á því
hve langan tíma það tekur smitefnið að margfaldast svo i gripnum
að það valdi sýkingu. Gripirnir, sem sýni mótstöðu, séu því raun-
verulega sýktir og geti hugsanlega sýkt aðra gripi i hjörðinni. Kim-
berlin bendir að vísu á, að sé hægt að gera meðgöngutíma sjúk-
dómsins lengri en venjulega framleiðsluævi gripsins skipti þetta ekki
lengur meginmáli. Báðir virðast þeir þó sammála um að regla, sem
óhætt er að ráðleggja eindregið, sé að fella öll afkvæmi mæðra, sem
orðið hafa sjúkdóminum að bráð, því nokkuð víst sé að þau séu %
smituð.119
Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur hefur það einnig eftir
Kimberlin að mótstaða gegn „þessum ákveðna riðustofni“ hjá
Herdwick fénu geti að hans mati þýtt sterka mótstöðu gegn
öðrum stofnum veikinnar.
Eftirfarandi dæmi styður að mínu mati kenninguna um
það að veikin felli einstakar ættir en bíti lítið á aðrar: Sveinn í
Hvannstóði, sá er fyrr er hér nefndur, segir frá hreingráum
úrvalshrúti, Brandi, frá Borg í Njarðvík. Var sá fæddur 1962
og fór fé útaf honum víða enda gaf hann góð afkvæmi. Er
riðuveiki barst til bænda þeirra sem áttu kindur undan eða
útaf Brandi, kom í ljós að þær reyndust mjög næmar fyrir
veikinni. Af 115 kindum sem Sveinn hafði misst úr riðu voru
95 niðjar Brandar. Þetta er tæplega tilviljun að minni hyggju.
Ættu þeir er áhuga hafa á hreinni grárri ull að gera sér þetta Jj
ljóst áður en hafin er viðamikil ræktun á arfhreinu gráu fé.
Þá vil ég fara nokkrum orðum um enn einn hugsanlegan
smitbera sem er maurinn Ixodes ricinus. Fyrrnefndur Þórður
Júlíusson hefur þetta að segja um hann:
42
■