Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 42
Allir flutningar á sauðfé til lífs milli hjarða og svæða eru til óþurftar.
Takmarka þarf sem mest allar samvistir fjár af grunsamlegum og
sýktum stöðum með fé frá ósýktum stöðum.
Sýnt hefur verið fram á að óbeint smit á sér stað einnig. Hvað eina,
sem mengast hefur saur eða þvagi, legvatni, blóði, munnvatni eða
öðrum vessum sauðkinda á grunuðum eða sýktum stöðum er
hættulegt á ósýktum stöðum. Hey og túnþökur af blettum þar sem
smitað eða sjúkt fé hefur gengið getur lengi borið hættuna i sér.
Menn, sem vinna í sláturhúsum, menn sem fara bæ frá bæ um
gripahús eða handleika oft riðusjúkan fénað, geta hugsanlega borið
smitefni milli staða á höndum, hlífðarfötum og skófatnaði, en hægt
er að girða fyrir hættuna eða að minnsta kosti draga verulega úr
henni með fataskiptum eða með því að nota hentugan klæðnað sem
auðvelt er að þrifa og sótthreinsa."28
Aðspurður um eiginleika veirunnar, er veikinni veldur,
sagði Sigurður:
,,Hún er óvenjulega lifseig, þolir t.d. suðu i hálfa klukkustund er
sagt og flest hin nýrri sótthreinsiefni. En gömlu sótthreinsiefnin,
klórsambönd, joðsambönd og lútur eru þó talin vinna á riðu ef
þvegið er vandlega á undan sótthreinsuninni. Það er þvi hentugt að
nota efni sem þvær og sótthreinsar um leið. Slik efni eru viða orðin i
notkun m.a. i flestum sláturhúsunum. Þau fást orðið hjá kaup-
mönnum og kaupfélögum úti á landi, i þægilegum pakkningum og i
upplausn, sem blanda má út i þvottavatn fyrir hendur, hlifðarföt og
stigvél. Hlifðarfötin þurfa að vera vatnsheld eða hrinda vel frá sér
vatni. Þunnur, lipur og ódýr klæðnaður, sem hentar vel til þess arna,
er framleiddur hér á landi. Hentugt er að hafa með sér fat, sem hægt
er að stiga ofan i og bursta sem hægt er að nota við að bursta hendur,
hlifðarföt og stigvélin. Óhreinindin geta loðað býsna fast við stig-
vélasóla, þvi getur verið hagræði að þvi og sparað stigvélaþvott við
skemmri heimsóknir að hafa tiltæka hæfilega stóra og sterka plast-
poka utan yfir stigvélin.“2B
Ein er sú smitleið sem ég hef grun um að sumir eigi erfitt
með að viðurkenna. Umrædd leið er hrútasýningar. Tel ég
engan vafa á að með mönnum sem fara milli sýninga, geti
borist smit, að minnsta kosti er fyllsta ástæða til að þeir, er
fara á milli sýninga, sótthreinsi sig eftir fremsta megni og geri
allar hugsanlegar varúðarráðstafanir sem komið geti í veg
fyrir að smit berist á milli bæja. Ekki má eiga sér stað að kind
frá sýktri hjörð komi á slíkar sýningar og bóndi sem á riðu-
44