Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 43
veikt fé og umgengst það ætti ekki að koma í önnur fjárhús en sín eigin. Hrútasýningar eiga að stuðla að framförum en ekki eyðileggingu. Til viðbótar þeim smitleiðum, er þegar hafa verið nefndar, má nefna að öðru hverju berst smit með sammerktu fé (sam- merkingum), illa mörkuðu fé og ólitarmerktu fé. I grandaleysi eru kindur dregnar þannig inn á ólögleg svæði og oft með hörmulegum afleiðingum. Sammerkingar í tveimur sam- liggjandi sauðfjárhólfum þurfa að hverfa ef losna á við þessa hættu. Þeir, sem ekki litarmerkja fé sitt með litarmerkjum Sauðfjárveikivarna eða vanda sig lítt við mörkun fjár síns, taka á sig mikla ábyrgð ef illa markaðar og/eða ólitarmerktar kindur fara inn á ólögleg svæði og koma með riðu til baka eða bera hana inn á viðkomandi svæði. Sigurður Sigurðarson segir að kæruleysi sé orsök smitdreifingar. Þarna getur trassaskapur einstakra manna valdið óbætanlegu tjóni í heil- um landshlutum. Þetta verða bændur, og þeir sem þessi mál hafa með höndum, að bæta skilyrðislaust vegna þeirrar hættu sem slíkum trassaskap fylgir og einnig sökum þess að allar varnaraðgerðir á viðkomandi svæði fykju út í veður og vind og yrðu til einskis unnar ef smit bærist inn á svæðið á þennan hátt. Árangur af vörnum næst ekki nema með sameiginlegu átaki. Það er hlutur sem ekki er hægt að neita meðan hörgull er á staðreyndum um smitleiðir. LOKAORÐ Það er hryggilegt til þess að hugsa að nú, þegar læknavísindin vinna æ fleiri sigra í baráttunni við sjúkdóma, skuli þau ekki enn hafa fundið neitt lyf er fyrirbyggir eða læknar riðuveiki. Þótt áralangar rannsóknir hafi aukið þekkingu okkar á veik- inni, eru ennþá engin ráð þekkt til að vinna fullnaðarsigur á sjúkdómsvaldinum. Með hliðsjón af því hve gífurlega hættu- legur sjúkdómur riðuveikin er, má, að mínu mati, ekkert spara til rannsókna er leiða mættu til lausnar þessa alvarlega máls, því vissulega er þetta alvarlegt mál, einnig fyrir þá sem 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.