Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 43
veikt fé og umgengst það ætti ekki að koma í önnur fjárhús en
sín eigin. Hrútasýningar eiga að stuðla að framförum en ekki
eyðileggingu.
Til viðbótar þeim smitleiðum, er þegar hafa verið nefndar,
má nefna að öðru hverju berst smit með sammerktu fé (sam-
merkingum), illa mörkuðu fé og ólitarmerktu fé. I grandaleysi
eru kindur dregnar þannig inn á ólögleg svæði og oft með
hörmulegum afleiðingum. Sammerkingar í tveimur sam-
liggjandi sauðfjárhólfum þurfa að hverfa ef losna á við þessa
hættu. Þeir, sem ekki litarmerkja fé sitt með litarmerkjum
Sauðfjárveikivarna eða vanda sig lítt við mörkun fjár síns,
taka á sig mikla ábyrgð ef illa markaðar og/eða ólitarmerktar
kindur fara inn á ólögleg svæði og koma með riðu til baka eða
bera hana inn á viðkomandi svæði. Sigurður Sigurðarson
segir að kæruleysi sé orsök smitdreifingar. Þarna getur
trassaskapur einstakra manna valdið óbætanlegu tjóni í heil-
um landshlutum. Þetta verða bændur, og þeir sem þessi mál
hafa með höndum, að bæta skilyrðislaust vegna þeirrar hættu
sem slíkum trassaskap fylgir og einnig sökum þess að allar
varnaraðgerðir á viðkomandi svæði fykju út í veður og vind
og yrðu til einskis unnar ef smit bærist inn á svæðið á þennan
hátt. Árangur af vörnum næst ekki nema með sameiginlegu
átaki. Það er hlutur sem ekki er hægt að neita meðan hörgull
er á staðreyndum um smitleiðir.
LOKAORÐ
Það er hryggilegt til þess að hugsa að nú, þegar læknavísindin
vinna æ fleiri sigra í baráttunni við sjúkdóma, skuli þau ekki
enn hafa fundið neitt lyf er fyrirbyggir eða læknar riðuveiki.
Þótt áralangar rannsóknir hafi aukið þekkingu okkar á veik-
inni, eru ennþá engin ráð þekkt til að vinna fullnaðarsigur á
sjúkdómsvaldinum. Með hliðsjón af því hve gífurlega hættu-
legur sjúkdómur riðuveikin er, má, að mínu mati, ekkert
spara til rannsókna er leiða mættu til lausnar þessa alvarlega
máls, því vissulega er þetta alvarlegt mál, einnig fyrir þá sem
45