Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 47
BJARNI E. GUÐLEIFSSON:
AF MAURUM OG MORI
VIÐ EYJAFJÖRÐ
INNGANGUR
Þær eru margar smálífverurnar sem við umgöngumst, sumar
sjáum við með berum augum, aðrar ekki. Sumar lífveranna
valda okkur tjóni eða sjúkdómum en aðrar eru skaðlausar eða
gagnlegar. A undanförnum árum hafa stundum rekið á fjörur
mínar smálífverur, sýnilegar, sem ég hef sent til sérfræðinga
og fengið greindar. Sumar þeirra virðast skaðlausar en aðrar
eru til tjóns. Svo vill til að þessar smáverur tilheyra tveimur
flokkum, maurum og mori, sem báðir eru með algengustu
lífverum í jarðvegi. Verður hér gerð stutt grein fyrir þessum
dýrum.
MAURAR
Hinir eiginlegu maurar, sem þekktir eru í skógum erlendis og
mynda merkilegt samfélag og sérkennilegar mauraþúfur, eru
ekki til á íslandi. Þeir eru eiginleg skordýr, sexfættir, náskyldir
flugum t.d. vespum. Maurarnir eru af ættbálknum Formicidae
og kallast á ensku ants, en á skandinavisku maur. Hér á landi
hafa einungis fundist nokkrar tegundir híbýlamaura, sem
tilheyra eiginlegum maurum.
Hérlendis hafa aðrar lífverur, áttfættar, smáar og heldur
óásjálegar, náskyldar köngulóm, einnig fengið mauranafn-
49