Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 48

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 48
giftina. Má sem dæmi nefna fjárkláðamaurinn. Þessir maurar eru af ættbálknum Acarina, sem mun þýða höfuðlaus, vegna þess að búkur og höfuð eru vaxnir saman. A ensku heita þessar lífverur mites og á skandinavisku midder. Mjög óeðlilegt er að nefna þessar lífverur maura á íslensku vegna þess að það veldur ruglingi við hina eiginlegu maura. Hins vegar hefur mauranafnið náð sessi í islensku á þessum dýrum og er því hugsanlega erfitt að hamla gegn þvi. Veit ég að sumir hafa kallað þessa „höfuðlausu“ maura áttfœtlumaura, en það er óþjált og fer illa í samsetningum. I Stóru skordýrabók Fjölva (13) hefur þýðandinn, Þorsteinn Thorarensen, reynt að leysa vandann með því að hafa nafn hinna eiginlegu maura í karl- kyni (maurinn) en nafn áttfætlumauranna í hvorugkyni (maurið). Þetta fer heldur ekki vel, vegna þess að aðgreiningin er óljós nema með fari greinir eða lýsingarorð, en svo er alls ekki alltaf í texta. Enn fremur hefur verið lagt til að kalla áttfætlumaurana míð á íslensku (14), en það nafn þykir mér minna í framburði of mikið á mý (rykmý-rykmíð), auk þess sem hvorugkynsnöfn á dýrategundum fara illa. Eg hef nokk- uð velt þessu fyrir mér og helst dottið í hug að bæta smækk- unarendingu við mauranafnið og kalla áttfætlumaurana maurunga eða maurlinga. Þessi nöfn eru þó óheppileg, bæði vegna þess að þau eru lengri en mauranafnið og benda auk þess til einhverra tengsla við hina eiginlegu maura. Ég hef rætt þetta við ýmsa fagmenn og höfum við Helgi Hallgríms- son, safnvörður á Akureyri orðið ásáttir um að leggja til að skipta á mauranafninu og nýyrðinu mítill, í fleirtölu mítlar. Mun ég nota það heiti framvegis í grein þessari. Mítlarnir eru smáir, sjaldan yfir 1 cm á lengd. Höfuð, fram og afturhluti er runnin saman í einn stuttan og breiðan bol. Munnlimir mynda einskonar rana, breytilegan eftir tegund- um en oftast gerður til að sjúga með. Margir mítlanna eru sníkjuverur sem lifa á mönnum, dýrum og jurtum, en aðrir eru rotverur sem ekki valda tjóni. Mítlar lifa bæði í jarðvegi, vatni og sjó. Á íslandi hafa fundist margar tegundir mítla og eru eflaust margar enn óskráðar einkum þeir sem lifa í jarð- vegi. Greining þeirra er sérfræðivinna. Eftir lifnaðarháttum er 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.