Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Síða 48
giftina. Má sem dæmi nefna fjárkláðamaurinn. Þessir maurar
eru af ættbálknum Acarina, sem mun þýða höfuðlaus, vegna
þess að búkur og höfuð eru vaxnir saman. A ensku heita
þessar lífverur mites og á skandinavisku midder. Mjög óeðlilegt
er að nefna þessar lífverur maura á íslensku vegna þess að það
veldur ruglingi við hina eiginlegu maura. Hins vegar hefur
mauranafnið náð sessi í islensku á þessum dýrum og er því
hugsanlega erfitt að hamla gegn þvi. Veit ég að sumir hafa
kallað þessa „höfuðlausu“ maura áttfœtlumaura, en það er
óþjált og fer illa í samsetningum. I Stóru skordýrabók Fjölva
(13) hefur þýðandinn, Þorsteinn Thorarensen, reynt að leysa
vandann með því að hafa nafn hinna eiginlegu maura í karl-
kyni (maurinn) en nafn áttfætlumauranna í hvorugkyni
(maurið). Þetta fer heldur ekki vel, vegna þess að aðgreiningin
er óljós nema með fari greinir eða lýsingarorð, en svo er alls
ekki alltaf í texta. Enn fremur hefur verið lagt til að kalla
áttfætlumaurana míð á íslensku (14), en það nafn þykir mér
minna í framburði of mikið á mý (rykmý-rykmíð), auk þess
sem hvorugkynsnöfn á dýrategundum fara illa. Eg hef nokk-
uð velt þessu fyrir mér og helst dottið í hug að bæta smækk-
unarendingu við mauranafnið og kalla áttfætlumaurana
maurunga eða maurlinga. Þessi nöfn eru þó óheppileg, bæði
vegna þess að þau eru lengri en mauranafnið og benda auk
þess til einhverra tengsla við hina eiginlegu maura. Ég hef
rætt þetta við ýmsa fagmenn og höfum við Helgi Hallgríms-
son, safnvörður á Akureyri orðið ásáttir um að leggja til að
skipta á mauranafninu og nýyrðinu mítill, í fleirtölu mítlar.
Mun ég nota það heiti framvegis í grein þessari.
Mítlarnir eru smáir, sjaldan yfir 1 cm á lengd. Höfuð, fram
og afturhluti er runnin saman í einn stuttan og breiðan bol.
Munnlimir mynda einskonar rana, breytilegan eftir tegund-
um en oftast gerður til að sjúga með. Margir mítlanna eru
sníkjuverur sem lifa á mönnum, dýrum og jurtum, en aðrir
eru rotverur sem ekki valda tjóni. Mítlar lifa bæði í jarðvegi,
vatni og sjó. Á íslandi hafa fundist margar tegundir mítla og
eru eflaust margar enn óskráðar einkum þeir sem lifa í jarð-
vegi. Greining þeirra er sérfræðivinna. Eftir lifnaðarháttum er
50