Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 49
M-
/IpK
Xíynd 1. Utlit undirœttbálka hjá míllum. Tahd frá vinstri: Blóðmítill, ránmítill,
flosmítill, glermítill, fitumítill og brynjumítill. (5).
mítlum skipt í nokkra hópa, svo sem rykmítla, heymítla,
spunamítla, en sérfræðingar flokka mítlana í 7 undirættbálka
en flokkunin er óljós (5). Á mynd 1 má sjá útlit hinna ýmsu
hópa mítla.
Það mun hafa verið síðsumars 1983 að Sigurjón bóndi
Sigurðsson Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal hringdi i mig og bað
mig að líta á stóreinkennilegt duft sem safnaðist í fóðurgang-
inn í fjósinu, einkum þar sem op voru inn í hlöðuna. Fór ég og
leit á þetta, en í fljótu bragði minnti þetta á kjarnfóðurduft.
Við nánari athugun kom í ljós að þetta voru örsmáar lífverur.
Greining sérfræðinga sýndi að um var að ræða mítla af ætt-
inni Tydeus (mynd 2). Mítlar þessir eru hættulausir, sjúga
fljótandi fæðu úr öðrum mítlum eða
sveppum og hafa sennilega flúið
hitann eða súgþurrkunina í heyinu.
Ekki er talið að þessi tegund mitla sé
sérlega hættuleg varðandi astma hjá
fólki vegna þess að þeir gefa litil eða
engin úrgangsefni frá sér. Aðrir
heymítlar gefa frá sér úrgangsefni
sem menn geta fengið ofnæmi fyrir.
Allnokkur ár eru síðan ráðunaut-
ar hér norðanlands fóru að taka eftir
rauðbrúnum smáverum á túngrös-
um, oft í svo miklu magni að skór og
stígvél tóku lit ef gengið var gegnum
túnið. Enn fremur fóru að sjást
skemmdir á grösunum og er líklegt
að þessar skemmdir hafi stundum
verið kenndar áburðarskorti. Sýni voru tekin af þessum smá-
verum og gengu þær fyrst undir nafninu roðamaur vegna þess
bálknum Tydeus (frá Barnes:
Invertebrate Zoology).
51