Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Qupperneq 50
að menn héldu að um sömu tegund væri að ræða og sést oft í
gróðurhúsum, húsagörðum, á húsveggjum og inni í gluggum.
Fyrstu greiningar benda til að um sé að ræða mítla af teg-
undinni Penthaleus (mynd 3). Rétt er að nefna þennan mítil
grasmítil en ekki roðamaur, enda er hann ekki hárauður (og *
þar að auki ekki maur). Þetta er vaxandi skaðvaldur í túnum
en enn er engin varnaraðgerð þekkt.
Sem fyrr greinir eru mítlafræðin sérgrein og því fer fjarri að
allir mítlar á íslandi hafi verið greindir. Fullkomnasta mítla-
skrá íslensk, sem ég veit um er í riti sem kom út 1973 og segir
frá lífi í Surtsey (9). Þar er talið upp það sem fundist hefur
ekki bara á Surtsey heldur á íslandi, og eru það 276 tegundir.
Auk þess hefur í sérritgerðum verið lýst öðrum 6 tegundum
fitumitla, 21 tegund ránmítla og 6 tegundum heymítla (1,6,
8). Sé þetta talið saman kemur fram eftirfarandi flokkun á
rúmlega 300 mítlategundum:
Tegundir
Flosmítlar, (Prostigmata eða Actinedida)................. 85
Ránmítlar, (Mesostigmata eða Gamasida)................ 119
Blóðmítlar, (Metastigmata eða Ixodida).................... 3
Brynjumítlar, (Cryptostigmata eða Oribatida)............. 74
Fitumítlar, (Astigmata eða Acaridida).................... 31
Glermítlar, (Heterostigmata eða Tarsonemida).............. 2
I skránni eru bæði Tydeus og Penthaleus. Af lýsingum á
fundarstöðum 7>Y7r«.y-1cgundanna (T. interruptus, T. croceus, T.
foliorum og T. langei) þykir mér líklegast að mítillinn á
Syðra-Hvarfi hafi verið Tydeus interruptus, en í rannsókn á
heymítlum var þessi tegund sú fjórða algengasta (6). Af ^
Penthaleus-tegundunum þremur (P. bipustulatus, P. eryth-
rocephalus og P. major) þykir mér líklegast að um Penthaleus
erythrocephalus eða P. major sé að ræða en enn er eftir að skera
endanlega úr um hvor tegundin valdi tjóni í túnum, en báðar
52