Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 59
hagslegur ávinningur af refasæðingum. Blárefatófur eru mun
frjósamari en silfurrefatófur, sem gefa verðmætari skinn.
Blárefur og silfurrefur eru sitt hvor tegundin, álíka skyldar og
asni og hestur. Fengitími tegundanna fellur ekki fyllilega
saman, svo sæðingar eru eina leiðin til að þær eigi afkvæmi
saman. Með því að sæða blárefatófur með silfurrefasæði
eignast þær marga ófrjóa hvolpa sem gefa af sér verðmikil
skinn.
Á seinni árum er orðið algengt að sæða tófur á Norður-
löndunum, en víða er hafður sá háttur á að flytja tófurnar á
þann stað sem refirnir eru til sæðistöku. Hér á landi er ætl-
unin að byggja á þeirri reynslu sem við höfum í sauðfjársæð-
ingum og flytja sæðið til tófnanna.
SÆÐING GYLTNA
Gyltur eru fáar hér á landi og hættan á skyldleikarækt er
mikil og ykist ef sett væri upp sæðingastöð, nema menn verði
vel á varðbergi. En það er dýrt fyrir lítið svínabú að eiga gölt
og það er mikið fyrir því haft að sækja gölt til nágrannans,
sem kannske býr í næstu sýslu. Það er því tímabært að athuga
hvort ekki er hagkvæmt að setja upp stöð með nokkrum
göltum, sem rekin væri af samtökum svínabænda. Þó að ekki
hafi tekist sem skyldi að frysta galtasæði þá er hægt að geyma
sæðið ferskt 2-5 daga og sæðingin er einföld aðgerð. Aðdrag-
andinn að beiðslinu er einnig langur, svo ein sæðingastöð væri
nóg fyrir allt landið. Enn sem komið er hefur gengið illa að
tímasetja sæðinguna rétt í gangmáli gyltnanna en þegar náðst
hafa tök á því, gefa sæðingarnar góða raun þó fanghlutfall og
frjósemi sé ívið lægri en þegar hleypt er til.
Sæðingarnar krefjast skráningar, sem gæti orðið upphaf að
skýrsluhaldi í svinarækt sem er forsenda skynsamlegra kyn-
bóta og algjört skilyrði fyrir leyfi til innflutnings á svínasæði
eða svínum. Sæðingarnar mundu svo nýtast til að dreifa nýj-
um svínastofni.
61