Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 62
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON:
MELTA SEM FÓÐUR
Erindi flutt á ráðstefnu um nytineu á slópi og aukaafla
29. janúar 1986
1. INNGANGUR
I íslenskum landbúnaði á súrsun fóðurs fyrir menn og skepnur
sér langa hefð. Súrsun matvæla til geymslu með skyrmysu og
súrmjólk hefur verið notuð hér um aldir. Þá byggist votheys-
gerð að miklu leyti á súrsun og er þá gjarnan blandað í heyið
sýru til þess að fá betri verkun. Sýrublöndun í vothey var fyrst
reynd fyrir 1929 af Finnanum A. I. Virtanen, sem notaði
blöndu af saltsýru og brennisteinssýru. Svíinn Harald Edin
nýtti þessa aðferð síðan til geymslu á fiskúrgangi og nú eru um
37 ár síðan Pétur Gunnarsson, sem síðar varð forstjóri Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins, kynnti þessa geymsluaðferð
á fisksúrgangi hér á landi í Búnaðarblaðinu Frey. (Pétur
Gunnarsson, 1949. Súrsaður fiskur til skepnufóðurs. Freyr,
37:40-42.) Danir urðu strax mjög framarlega á þessu sviði og
hafa meltur verið á markaði þar í um 30 ár. Það er því
einkennilegt hversu seint meltugerð hófst hér á landi.
Meltur er hægt að gera úr margskonar öðiru hráefni e'n fiski,
t.d. sláturúrgangi, þó það verði ekki rætt hér. Meltur úr fiski
geta einnig verið misjafnar eftir því hvort þær eru úr slógi
söfnuðu í veiðiskipum eða í landi, eða þá hvort í þær er nýttur
heill fiskur eins og loðna og grásleppa. Aðallega verður fjallað
um slógmeltur, en einnig minnst á aðrar tegundir, svo sem
loðnumeltur. Framleiðsluaðferðir eru misjafnar en hér verður
64