Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 73
eru hér að ofan. Það getur verið til bóta að gefa amínósýruna
metíónín með meltugjöf til að ná betri gæðum.
Loðdýrarækt er i miklum vexti í landinu. Eðlilegt er að
reikna með áframhaldandi aukningu á næstu árum. Mark-
aður ætti því að geta orðið stór þar fyrir meltur, ef tekst að
leysa þau vandamál sem við blasa s.s. áhrif sýrublöndunar á
átgetu og þrif. Reikna má með að loðdýra- og fiskeldi geti í
framtíðinni nýtt megnið af þeirri meltu sem hægt er að
framleiða í landinu.
5. VERÐLAGNING
Markaðsmálin sem minnst er á hér að framan byggjast alfarið
á verðlagsþróun á meltu hér á landi, miðað við verðlagsþróun
annarra próteingjafa á markaðnum. Sé byggt á þeim til-
raunum sem fyrir hendi eru, er ljóst að bóndi sem býr með
nautgripi og/eða sauðfé getur ekki greitt sama verð fyrir pró-
tein í meltu og fiskimjöli og er þá gengið út frá að innihald
annarra næringarefna sé svipað.
Eflaust má greiða hærra verð fyrir meltur handa einmaga
dýrum heldur en jórturdýrum, en þó tæplega jafn hátt og
fyrir fiskimjöl. Margt veldur þessu, en aðalatriðið er minni
þekking og reynsla af meltunotkun, en einnig má nefna hluti
eins og hærri flutningskostnað, aukna vinnu við meðhöndlun
og fóðrun, minni stöðlun, vandamál varðandi nýtingu og
neikvæð áhrif á afurðir. Allt eru þetta vandamál sem hægt er
að leysa. Mikilvægt er því að stuðla að rannsóknum og þróun
á þessum vettvangi með samstilltu átaki Landbúnaðarráðu-
neytisins, Sjávarútvegsráðuneytisins og Iðnaðarráðuneytisins
og/eða aðilum sem beinna hagsmuna eiga að gæta í þessu
sambandi.
75