Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 85
lembur, tvílembur eða þrílembur. Þrílemburnar voru hafðar
saman og fóðraðar sem slikar. Hrútur var settur í geldu ærnar
og fengust út úr því ein sjö lömb, siðborin að sjálfsögðu.
Þótt ýmsir þættir þessarar tilraunar séu komnir fram í
dagsljósið er uppgjöri ekki lokið, en unnið að því. Líður varla
á löngu þar til uppgjörið liggur fyrir. Er stefnt að þvi að
uppgjör þeirra þriggja tilrauna í sauðfjárrækt sem hér hafa
verið gerðar að umræðuefni liggi fyrir í mars/april í vor,
þannig að unnt verði að efna til funda um útkomuna sem
viðast fyrir sauðburð.
Dr. Stefán Aðalsteinsson er með ýmsar erfðafræðirann-
sóknir í gangi á stöðinni, þar á meðal fyrir frjósemi, svokallað
litningabrengl, albinisma og fleira, sem ekki er rúm til að
tíunda að svo stöddu.
Áður en þessum kafla lýkur er rétt og ljúft að geta þess að
dr. Bragi Líndal Ólafsson, sérfræðingur hjá RALA, hefur
unnið manna mest með undirrituðum að nefndum tilrauna-
verkefnum.
NÝTT FYRIRKOMULAG I REKSTRI STÖÐVARINNAR
Frá og með 1. júni sl. tók gildi „samningur á milli RALA og
BSA um uppbyggingu og rekstur Tilraunastöðvarinnar á
Skriðuklaustri11. Óþarft er að fjölyrða um hann hér, þar eð
hann er mjög samhljóða samsvarandi samningi milli RALA
og Ræktunarfélagsins um Tilraunastöðina á Möðruvöllum.
Lítið ber á milli i samningum þessum, en þó það helst að á
Möðruvöilum ræður tilraunastjóri bústjóra, en hér eystra
ræður BSA bústjóra að fengnu samþykki tilraunastjóra og
staðarstjórnar eins og fram kemur í 6. grein.
Þess skal getið að fyrirliggjandi samningur var ein af for-
sendunum fyrir umsókn undirritaðs um stöðu tilraunastjóra á
Skriðuklaustri. Ymsir aðrir fyrirvarar voru hafðir í umsókn-
inni sem óþarft er að tíunda hér. Þó má geta þess að ætlast var
til að tilraunastarfsemin yrði i mjög nánum tengslum við
leiðbeiningarþjónustu í héraði og að reynt yrði til hlítar að
tryggja stöðinni vaxandi fjármagn til tilraunastarfsins.
87