Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 87
FÁEINAR HUGLEIÐINGAR UM FRAMTlÐINA
Verulegur hluti greinargerðarinnar með áðurnefndri tillögu
þeirra Helga og Jóns er álitsgerð Helga Hallgrímssonar frá
Droplaugarstöðum í Fljótsdal og safnvarðar á Akureyri og
undirritaðs. Þar eru settar fram hugmyndir um að komið
verði á fót fræðasetri í Gunnarshúsi þar sem svo er til ætlast að
lífsviðhorf (eða heimspeki) Gunnars, sem birtist í skáldverk-
um hans og öðrum ritum verði haft að leiðarljósi við alla
starfsemi þar. Hlutverk fræðasetursins verði að öðru leyti
þekkingaröflun um mannlíf menningu og náttúrufar á Austurlandi.
Gert er ráð fyrir að Tilraunastöðin, sem þar hefur starfað
frá upphafi, geri svo áfram og geti jafnvel fallið undir starf-
semi setursins er tímar líða fram, einkum í þeim greinum þar
sem mætast náttúra landsins og búskapur og síðast en ekki síst
könnun á möguleikum aukins heimaaflabúskapar hér á landi.
Miðað er við að fræðasetrið á Klaustri verði sjálfseignar-
stofnun, en geti gjarna fallið undir skipulag og starfsemi
Safnastofnunar Austurlands að minnsta kosti að hluta til.
Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að Tilraunastöðin gæti
einnig orðið sjálfseignarstofnun og/eða að minnsta kosti
sjálfstæð stofnun, þar sem laun tilraunastjóra, sérfræðinga og
fastra aðstoðarmanna yrðu greidd af ríki, en annars reksturs-
kostnaðar yrði aflað í héraði, sumpart með því að aðilar í
héraði, einkum landbúnaði, legðu fé í einstök verkefni eða
þjónustu sem stöðin kæmi til með að annast fyrir atvinnu-
veginn. Fjármagns til hreinna rannsóknarverkefna á lands-
vísu yrði hins vegar að afla úr opinberum sjóðum.
Skal nú ekki velt vöngum frekar um framtíðina að þessu
leyti, heldur hinu sem ekki eru neinar vangaveltur, en það er
hvert æskilegasta höfuðmarkmið á rannsóknarsviði stöðvar-
innar sé. Að hyggju undirritaðs gæti það hljóðað svo:
Stefna skal að því, fyrst og fremst, að leysa þau verkefni,
bæði með rannsóknum og leiðbeiningum, sem höfða til þess
að búskapur á hverri jörð geti orðið sem mest sjálfum sér
nógur.
Þvi miður er enn mjög langt í land að svo sé í dag og að