Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 91
I dreifbýlinu er staðan þessi:
Sýsla Fjöldi Ungir, % Miðaldra, % Gamlir, %
Evjafjarðarsýsla 1.862 54 31 15
Skagafjarðarsýsla 1.818 54 30 16
V-Húnavatnssýsla 838 51 30 19
S-Þingevjarsvsla 2.031 49 33 18
A-Húnavatnssýsla 883 49 31 20
N-Þingeyjarsýsla . .' 626 49 30 21
Samt. og vegið meðaltal . . 8.058 51.6 31.1 17.3
í hinum dreifðu byggðum er minnst nýliðun í Norður-
Þingeyjar- og Austur-Húnavatnssýslu en mest í Eyjafirði og
Skagafirði.
Ef bornar eru saman niðurstöðutölur úr stórum þéttbýlis-
stöðum (tafla 1), smáum þéttbýlisstöðum (tafla 2) og dreifbýli
kemur í ljós að litlu þéttbýlisstaðirnir standa best, þá stóru
staðirnir en sveitirnar standa lakast.
Nú er réttast að athuga einstök sveitarfélög, og er þeim
raðað eftir ungviði í töflu 3.1 ljós kemur að hrepparnir standa
mjög misvel. Öflugustu hrepparnir virðast vera í Eyjafirði,
Skagafirði og Norður-Þingeyjarsýslu. Lökust er staðan hins
vegar í nokkrum hreppum í Austur-Húnavatnssýslu, Skaga-
firði, Suður-Þingeyjarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu.
Sé nú litið á stöðuna í hverri sýslu kemur í ljós að í Vest-
ur-Húnavatnssýslu standa Kirkjuhvamms- og Staðarhreppur
best en Ytri-Torfustaða- og Þverárhreppur verst.
I Austur-Húnavatnssýslu er ástandið best í Engihlíðar- og
Áshreppi en lakast í Skaga- og Vindhælishreppi, og er
ástandið þar einna lakast á Norðurlandi. í Skagafirði virðist
endurnýjun yfirleitt góð og best í Hóla- og Fellshreppi en
lökust í Haganes- og Skefilsstaðahreppi. I Eyjafirði standa
Hrafnagils- og Sauðbæjarhreppur vel að vígi en Skriðu- og
Svarfaðardalshreppur lakast. í Suður-Þingeyjarsýslu er flest
93