Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 99
Þessi litunaraðferð mun vera nokkuð forn, og þekkist einnig
í grannlöndunum, eða samsvarandi aðferðir.
Guðmundur Finnbogason, sem ritaði um litun í Iðnsögu íslands
(1943), segir það óvíst, hversu lengi sortulitun hafi tíðkast hér
á landi, en á tímum Jóns prests Daðasonar (1606-1676), hafi hún
verið svo almenn, að honum þykir óþarft að lýsa henni og
segir í „Gandreið“ sinni; „Að mosa, barka, og sorta vita víst
flestir"
1 Ferðabók Eggerts Ólafssonar er að finna einhverja elztu inn-
lenda heimild um sortu og sortulitun, en þar segir (I. bindi,
bls. 86):
„Sorta (Terra subpinguis, martialis, nigra, tinctorum).
(Vall. Mineral. s. 348) finnst hingað og þangað í mýrum og
flóum í Borgarfirði. Hún finnst yfirleitt hvarvetna á landinu í
leðjufenjum. Sortan liggur oftast 2-4 fet undir yfirborðinu í
álnarþykku lagi og stundum meira. Hún er þunn, hálffljót-
andi, með snörpum járnögnum, en annars fitukennd viðkomu
og svört á lit. Landsbúar nota sortu til að lita úr henni ull,
vaðmál og annað klæði, en áður er það litað í seyði af sortu-
lyngi, Vaccinio baccis farinaceis rubris, eins og síðar verður
lýst.“
Færeyingurinn Nikolai Mohr getur sortu í Islandslýsingu sinni
(1786) þannig (bls. 321):
(48) Tinctoria, Sorta, er ikke andet, end den foregaaende, som
er mættet med Jern-Vitriol, findes mange steder i Landet.
Paa Öerne í Myvatn gives meget af den. Dens Brug at sætte
sort Farve paa Toy, med adstringende Vegetabilier, er beki-
endt over alt í de nordlige lande.“
„Það fyrrnefnda“ jarðefni sem Mohr vísar til, kallar hann
„Humus lutum, Dynd Muld, findes paa Bunden af stillestaaende
Vande.“ Á hann þar líklega við rauðagrugg það sem oft er í
mýrapyttum.
Björn Halldórsson Sauðlauksdal getur um sortu á nokkrum
stöðum í ritum sínum (Grasnytjum og Arnbjörgu), en lýsir
henni ekki frekar. Segir þó í Arnbjörgu: ,,En sorta tekst þá
sterkust, nær þeli er nýfarinn úr jörð.“ (2. útg., bls. 453).
Ólafur Olavius getur sortunnar ekki í „Litunarbók“ sinni
101