Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 106
<
stjórnskörungur Magnús Stephensen dómstjóri (með fleiru) í
Viðey, sem hóf þá herferð í tímariti sínu, Klausturpóstinum,
1918. Þar er fimm blaðsíðna ritgerð er nefnist: Um Sortulit.
Magnúsi finnst að vonum skjóta skökku við, að Islendingar
skuli flytja inn rándýra liti frá útlöndum, sem gefi þar að auki
alls ekki eins góða raun og okkar hefðbundni sortulitur, sem
hann segir vera lítt eða ekki þekktan í grannlöndum vorum.
Magnúsi er vel kunnur sá galli, sem um var getið, og vildi
fylgja sortulitnum, að efnið varð stökkt og entist ekki vel.
Telur hann það orsakast af því, ,,að litunarsortan — sem al-
mennt kallast at — muni innihalda bítandi eða etandi
(kaustískt)efni nokkurt, líkt kalki eða sterkri ösku ogpottöskulút,
sem etur og brennir fatnað og dúka, einkum af ullu, í sundur,
nema deyfður verði sá eiginleiki þeirra með þar til hæfum
meðölum, t.d. feiti, líkt sem við sápugjörð.“
Magnús hafði fengið Guðbrand Vigfússon lyfsala í Nesi til
„á chymiskan hátt að ransaka vorrar litunarsortu undirstöðu
efni“ og „fann hann, að hún samanstóð af Leirjörðu og Járn- i
tegund nokkurri, sem loptsýran uppleyst hafði, af hvörju
hennar sortandi eðli kom.“ Ráðlagði Guðbrandur „að brúka
Edik, eða í þess stað Mjólkursýru saman við sortulit, til þess að
deyfa Sortunnar etandi eðli.“
Þá segist Magnús hafa gert tilraunir með, að sjóða bæði
sortulyngslitinn og sortulitinn (með vaðmálinu) miklu styttri
tíma, en áður tíðkaðist, eða allt ofan í tvær stundir hvorn lit
og „litaðist þá allteins vel við það, en seigja mistist því nær
engin.“
Síðast gerði Magnús svo tilraun með „að sjóða lyng smá-
saxað lengi einsamalt, sígja löginn frá, og samsjóða síðan við
góða Sortu. “ Þegar búið var að síja gruggið frá þessum vökva,
var dúkurinn lagður í hann volgan, látinn liggja í honum
nokkra daga, en velgjunni haldið við með glóð eða hægum
eldi. Gaf þetta einnig góða raun, að sögn Magnúsar. J
Að lokum birtir Magnús fimm heilræði sem hafa beri í
huga við sortulitun, í samræmi við ofangreinda reynslu.
Líklega hefur sortulitun aftur færst í aukana upp frá þessu,
108