Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 111
Leiðbeiningar, fundir og ferðalög.
Að venJ\j var maett á aðalfundi búnaðarsambandanna eftir
því sem tök voru á, að þessu sinni hjá BSSÞ, BSE og BSVH.
Sóttur var ráðunautafundur BI og RALA í febrúar.
Ferðast var ásamt Bjarna um V-Húnavatnssýslu með hey-
sýnaniðurstöður og fleira síðastliðið haust. Þá heimsóttum við
Bjarni Lýtinga á fundi í Árgarði 25. febrúar og fórum saman á
fundi að Svalbarði, Kópaskeri og Lundi í N-Þingeyjarsýslu í
leiðbeiningaskyni dagana 13.-14. mars í vetur. Var yfirleitt
mætt vel á fundi þessa öllum tif ánægju og fróðleiks.
Rétt er að geta þess að formaður félagsins fól undirrituðum
að kynna Ræktunarfélagið og starf þess á aðalfundi BSA í vor
meðal annars með nánara samstarf í huga í framtíðinni.
Fyrir um það bil viku síðan sótti ég fund á Keldnaholti, að
hluta til fyrir Ræktunarfélagið, þar sem bandarískur ráðu-
nautur flutti erindi sem hann nefndi í lauslegri þýðingu:
„Meiri arð- og afurðasemi í kjölfar aukinna heygæða.“ Fjall-
aði erindið í stórum dráttum um átak þarlendrar leiðbein-
ingaþjónustu um hið mikilvæga samhengi sem fyrirsögnin
greinir. Veigamikið hjálpartæki í þessu átaki er ný og mjög
fljótvirk efnagreiningartækni sem nýtir svokallaða innrauða
ljóstækni. Tækni þessi krefst ekki annars undirbúnings sýna
en þurrkunar og mölunar, en sjálf greiningin á hverju sýni
tekur ekki nema örfáar sekúndur. Er ástæða til að hvetja
félagið til að kynna sér þessa tækni frekar.
Ymislegt.
Fg hóf starf með nýrri heimaöflunarnefnd á vegum félagsins,
sem valdi sér verkefnið: „Endurræktun túna“, en vísa alfarið
þar um í skýrslu Bjarna, sem hefur haft veg og vanda af því
samstarfi. Rétt er þó í þessu sambandi að nefna, að þetta starf
hefur smitað nokkuð út frá sér og er í bígerð samstarf á þessum
vettvangi við BSA þar sem loftunartækið áðurnefnda mun
koma nokkuð við sögu.
Nokkuð var um að bændur pöntuðu smávörur í gegnum
félagið og var annast um það eftir efnum og ástæðum.
Að beiðni Jóhannesar Sigvaldasonar tilraunastjóra að
113